A-Húnavatnssýsla

Fyrsta barn ársins á Akureyri frá Sauðárkróki

Í frétt sem Vikublaðið gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta segir að fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir (Ingimundar tannlæknis) og Jóhann Helgason.(Helga á Reynistað). Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
Meira

Jólakrossgáta Feykis

Frábær þátttaka var í jólakrossgátu Feykis sem birt var í síðasta blaði liðins árs. „Jólakveðjublaðinu“ og þökkum við ykkur sem tókuð þátt kærlega fyrir. Þrír voru dregnir út og fá að launum bók og súkkulaði. Vinningshafar voru að þessu sinni sem hér segir: 
Meira

Lið GN hópbíla sigraði á Hvammstanga

Knattspyrnuveisla Kormáks Hvatar fór fram um síðustu helgi í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga. Í frétt á Aðdáendasíðu Kormáks segir að gríðarleg stemning hafi verið í húsinu og harðir leikir sem fæstir réðust fyrr en á lokamínútunum.
Meira

SSNV auglýsir eftir tilnefningum

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2023. Í frétt á heimasíðu SSNV segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent í mars 2024.
Meira

Drangey og Málmey lönduðu 190 tonnum

Tveir togara FISK Seafood voru mættir til löndunar á öðrum degi ársins að afloknu jólafríi. Alls lönduðu Drangey SK2 og Málmey SK1 um 190 tonnum og var uppstaða aflans þorskur og karfi.
Meira

Gamlárshlaupið áfram árlegt, Árni afhenti keflið

Allmörg ár eru síðan sýnilegur og jafnframt fjölmennur hópur fólks setti svip sinn á Sauðárkrók. En þá fór um bæinn, holt, heiðar og nær sveitir hópur fólks, í hvers lags veðri, hlaupandi eða gangandi og hélt oftar en ekki til við Sundlaug Sauðárkróks. Þetta var Skokkhópurinn, sem varð til með samvinnu íþróttakennara í bænum og var virkni hópsins mikil, til lengri tíma.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga toppar sig í gestafjölda

Byggðasafn Skagfirðinga heldur áfram að toppa sig í gestafjölda. Í áramótakveðju safnsins var sagt frá því að starfsfólkið hefði tekið á móti 69.060 manns á árinu sem nú er liðið. Svo það er óhætt að segja að þau hafi haft í nægu að snúast hjá Byggðasafninu. Þetta eru 5.893 gestum fleira en heimsóttu safnið í fyrra en þá voru 63.167 manns sem komu í heimsókn.
Meira

Karólína í Hvammshlíð valin Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra nú yfir jólin og lauk kosningu á hádegi á nýársdag. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á Feykir.is eða senda inn atkvæði á skrifstofu Feykis. Alls voru það 1640 sem kusu og varð niðurstaðan sú að Karólína í Hvammshlíð, hvunndagshetja og baráttukona, reyndist öruggur sigurvegari, fékk 47% atkvæða og telst því vera Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra.
Meira

Takk Guðni forseti

Nýtt ár er gengið í garð og deilur um gæði Áramótaskaups Sjónvarpsins fóru nokkuð hraustlega af stað en urðu síðan að láta í minni pokann þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti því yfir í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum nú í júní og mun því aðeins sitja í embætti tvö kjörtímabil. Þetta virtist koma landsmönnum talsvert á óvart enda venjan sú að menn dvelji lengur á Bessastöðum.
Meira

Maria Callas og Norah Jones notaðar til að svæfa / SÓLVEIG ERLA

Tón-lystin hefur áður tekið fyrir tvær dömur í hljómsveitinni Skandal, þær Ingu Suska frá Blönduósi og Sóleyju Sif frá Skagaströnd, en nú er komið að þriðja og síðasta Norðvestlendingnum í þessari efnilegu fimm stúlkna hljómsveit. Röðin er því komin að Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur frá Tjörn í Skagabyggð að tækla Tón-lystina en hún er fædd árið 2006, spilar á þverflautu og stundar nám við Menntaskólann á Akureyri líkt og aðrir meðlimir Skandals.
Meira