Aukið samstarf milli Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands mun efla báða skólana
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
02.09.2023
kl. 13.58
Skólastarfsemi á Hólum í Hjaltadal er ekkert nýnæmi. Hólaskóli var á biskupssetrinu frá því 1106 til 1802 en hann var, ásamt Skálholtsskóla, helsta menntastofnun þjóðarinnar. Nú er Háskólinn á Hólum með aðsetur í Hjaltadalnum fallega og þar er Skagfirðingurinn Hólmfríður Sveinsdóttir rektor. Um miðjan ágústmánuð var ákveðið að kanna grundvöll fyrir samstarfi Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands, ákvörðun sem sumir óttast að boði ekki endilega gott fyrir háskólastarf í Skagafirði en aðrir sjá spennandi tækifæri felast í mögulegu samstarfi. Feykir sendi nokkrar spurningar á Hólmfríði til að forvitnast um þetta mál og eitt og annað tengt starfsemi skólans.
Meira