A-Húnavatnssýsla

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Vísindaferð kvikmyndabrautarnemenda FNV í tengslum við RIFF

Hópur kvikmyndagerðarnema á kvikmyndabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) fór í síðustu viku í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (Reykjavík International Film Festival, RIFF). Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og komið heim á laugardagskvöldi.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 20. október

Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) segir að Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfis-stofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir: Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Meira

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024

Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Meira

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Fljótt skipast veður í lofti

Réttari fyrirsögn væri kannski fljótt skipast verðurspá í lofti. Því gula viðvörunin sem skrifað var um hér í morgun hefur breyst í appelsínugula.
Meira

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Gult kort, hver elskar það ekki?

Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Meira