V-Húnavatnssýsla

Laufskálaréttarhelgin

Það er ekki ofsögum sagt að Laufskálaréttarhelgin er ein stærsta ferðamannahelgi ársins í Skagafirði. Þar koma saman hestar og menn í einni vinsælustu stóðrétt landsins þessa helgi, svo nú er lag að pússa reiðtygin, viðra vaxjakkann og finna vasapelann og hattinn, því Skagaförður boðar ykkur mikinn fögnuð. 
Meira

Stytta af Vatnsenda-Rósu

Kynningarfundur um fyrirhugaða styttu af Vatnsenda-Rósu verður haldin í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 8. október nk. frá klukkan 14:00-16:00. Á dagskrá fundarins fer Sigurður Líndal, formaður Menningarfélags Húnaþings vestra yfir tilurð verkefnisins. Ragnhildur Stefánsdóttir, myndhöggvari fer yfir verkið sjálft. Eins fara þau Sigurður og Ragnhildur yfir fjárhags- og framkvæmdaráætlun verksins og hver næstu skref eru.
Meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Tekið til á Hvammstanga

Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra er sagt frá því að fyrsti sameiginlegi Umhverfisdagur leik-, grunn- og tónlistarskóla var haldinn sl. miðvikudag. Áherslur þessa fyrsta dags var hreinsun á Hvammstanga og má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar því á um klukkustund tókst nemendum og starfsfólki að plokka saman 50 kíló af rusli.
Meira

Erfið lokahelgi frábærs tímabils hjá stelpunum

Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Meira

,,Saumaáhuginn leiddi til allslags tilrauna“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir, oftast kölluð Gunna, fædd og uppalin í Húnavatnssýslu, búsett í Jöklatúninu á Króknum.
Meira

Stórleikur hjá 2. flokki kvenna á laugardag

Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
Meira

Ásdís Aþena gefur út Break Apart

„Það eru fjögur lög á plötunni. Eitt coverlag og þrjú frumsamin lög (eitt á íslensku og tvö á ensku). Það er hægt að segja að þetta séu fullkomin haustlög þar sem þau eru öll frekar dramatísk og drungaleg,“ segir Ásdís Aþena um EP-plötu sína, sem hún kallar Break Apart, og bætir við: „Fullkomin fyrir skammdegisþunglyndið sem mun hrjá okkur öll eftir nokkrar vikur eða mánuði.“
Meira

Minningartónleikar um Skúla Einarsson

Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021 eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
Meira

SSNV leitar að liðsfélaga

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 
Meira