V-Húnavatnssýsla

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.
Meira

Diljá verður fulltrúi Íslands í Eurovision

Það var heilmikið sjó í Sjónvarpinu í kvöld þegar Íslendingar völdu Júróvisjón framlag sitt sem fær að keppa í Liverpool nú í maí. Búið var að spá rokkabillíbandinu Langa Sela og Skuggunum góðu gengi með lagið OK en það var meiri vandi að spá hvaða lag fylgdi þeim eftir í tvíhöfðann. Það fór svo að Diljá komst í úrslitin og gerði sér þá lítið fyrir og lagði Langa Sela að velli.
Meira

Límónu fiskur og sykurlausar bollakökur

Matgæðingar vikunnar í tbl 41, 2022, voru Helgi Svanur Einarsson og Gígja Hrund Símonardóttir á Króknum. Gígja er fædd og uppalin í Hegranesi í Skagafirði, en Helgi er fæddur og uppalinn í Torfalækjarhreppi hinum forna í nágrenni Blönduóss og hafa þau bæði búið á Sauðárkróki síðastliðin 20 ár.
Meira

Telja mikilvægt að brugðist verði við lökum árangri í PISA-könnunum

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í vikunni fram skýrslubeiðni til mennta- og barnamálaráðherra um læsi. Skýrslubeiðnin var samþykkt á Alþingi á miðvikudag en alls eru 20 flutningsmenn á málinu, þeirra á meðal ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Meira

Feykir kannar hug lesenda til laganna í Söngvakeppninni

Þeir sem eru sökkerar fyrir netkönnunum geta nú tekið þátt í óvísindalegri könnun Feykis en spurt er hvert framlag Íslands verður í Eurovision sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til úrslita annað kvöld (laugardag) í þráðbeinni útsendingu í Sjónvarpinu en þar munu snillingarnir Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Sigurður Þorri leiða landann í gegnum gleðisprengjusvæði Söngvakeppninnar.
Meira

Stækkun Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í farvegi

„Auka þarf verulega námsaðstöðu til starfsnáms í framhaldsskólum og móta aðgerðaáætlun til draga úr húsnæðisnotkun í bóknámi út frá spá um þróun á fjölda nemenda í framhaldsskólum til ársins 2033,“ segir á heimasíðu Stjórnarráðsins en það var niðurstaða greinargerðar um húsnæðisþörf í framhaldsskólum næstu tíu árin sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í morgun.
Meira

Svavar Knútur með tónleika í Bjarmanesi

Menningarmiðja Norðurlands stendur fyrir tónleikum með Svavari Knúti í Bjarmanesi á Skagaströnd annað kvöld 3. mars klukkan 20:30. „Hugljúfa söngvaskáldið syngur fyrir okkur blöndu af frumsömdu og sígildum lögum ásamt einstökumm furðusögum,“ segir í tilkynningu Menningarmiðjunnar.
Meira

Blikur á lofti - Leiðari Feykis

Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum, segir á Vísindavefnum og eru orð að sönnu en í upphafi árs 1918 varð fyrst vart við mannskæðustu farsótt sem sögur fara af, spánska veikin, og gekk í þremur bylgjum. Sú fyrsta virðist hafa verið tiltölulega saklaus en um sumarið kom banvænna afbrigði fram sem lét verulega kveða að sér í ágúst. Þriðja bylgjan gekk svo yfir heimsbyggðina veturinn 1918-19.
Meira

Súpu og fræðslukvöld

Soroptimistaklúbburinn Við Húnaflóa stendur fyrir súpu- og fræðslukvöldi fimmtudaginn 9. mars nk. kl. 19:30 í Grunnskóla Húnaþings vestra. Fyrirlesari kvöldsins er Anna Steinsen frá KVAN, en hún ætlar að fjalla um samskipti milli kynslóða og hvað einkennir hverja kynslóð. Hvernig við getum nýtt okkur styrkleika okkar til að eiga í góðum samskiptum við aðra?
Meira