V-Húnavatnssýsla

Notar þú gælunafn yfir bílinn þinn?

Gráni gamli, þruman og kagginn eru algeng gælunöfn á bílum og er þetta ótrúlega skemmtileg hefð sem ég hef fallið fyrir. Ég hef yfirleitt notað bílategundina til að nefna bílana mína eins og t.d Yarrinn (Yaris) og Rollan (Corolla). Þannig að ef þú ert ekki nú þegar búin/n að gefa bílnum þínum gælunafn þá er um að gera að gera það í dag því það er alþjóðlegi gefðu bílnum þínum nafn í dag. En hvað segja lesendur Feykis, þeir sem eru löng búnir að skíra bílana sína skemmtilegum nöfnun, hvað heita þeir?
Meira

Bændafundir Líflands

Dagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Veiði dræm á lélegu laxveiðisumri

Húnahornið er ávalt með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í hinum eftirsóttu veiðiám í Húnavatnssýslum. Þar segir nú frá því að lélegu laxveiðisumri sé nú að ljúka og eru flestar laxveiðiár að loka eða þegar búnar að því. Raunar má segja að umræða um eldislax, sem hefur laumast leyfislaust í veiðiárnar nú á haustdögum, hafi skyggt á umræðu um lélega veiði.
Meira

Umferð hleypt á nýja Þverárfjallsveginn

Umferð hefur verið hleypt á nýja hluta Þverárfjallsvegar á milli Blönduóss og Skagastrandar. Um er að ræða átta kílómetra langan kafla í Refasveit og Skagastrandarveg. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir umferð þá er enn verið að vinna við veginn. Hraði hefur verið tekin niður í 70 km/klst vegna steinkasts og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða merkingar.
Meira

Bleika slaufan er komin í sölu

Bleika slaufan 2023 er komin í sölu og hefur hún sjaldan verði bleikari og fegurri en í ár. Slaufan er úr bleikum steinum sem eru misjafnir í lögun sem er vísun í það hvað mannfólkið er ólíkt.
Meira

Jól í skókassa

Verkefnið „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Ladies Circle í Skagafirði tekur á móti pökkum fyrir góðgerðarverkefnið „Jól í skókassa“ og í ár verður tekið á móti kössum í Safnaðarheimilinu á Sauðárkóki mánudaginn 30. október nk. milli klukkan 17:00 og 20:00. Kassarnir eiga að vera tilbúnir til afhendingar þegar þeim er skilað inn. 
Meira

55% þátttakenda í netkönnun Feykis vilja veiða hval

Síðasta hálfa mánuðinn eða svo hefur netkönnun verið í gangi á síðu Feykis. Spurt hvað þátttakendum þætti um hvalveiðar Íslendinga en það málefni hefur verið mikið í umræðunni í sumar, ekki hvað síst eftir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði veiðar tímabundið. Nú í mánuðinum hófust veiðar að nýju og ekki allir á eitt sáttir.
Meira

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði fór fram í Hrútafirði

Um liðna helgi fór fram ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir en ráðstefnan var haldin í húsnæði Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Umfjöllunarefnið á ráðstefnunni voru umhverfis- og loftslagsmál og voru endurnýting, umhverfisspor fyrirtækja og neytenda og fleira í þeim dúr ofarlega á baugi.
Meira

Starfsmenn í þjónustu við fatlað fólk hélt haustfund

Ráðgjafar, deildarstjórar og forstöðumenn starfsstöðva í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandivestra og stuðnings – og stoðþjónustu í Skagafirði, ásamt félagsmálastjóra, héldu haustfund í Skagafirði nú í september en frá þessu segir á heimasíðu Skagafjarðar. „Það að koma saman er mikilvægur vettvangur til að ræða saman, koma sínum hugmyndum og skoðunum á framfæri og njóta samveru.“
Meira