SSNV leitar að liðsfélaga

Eru þau að leita að þér? MYND SSNV
Eru þau að leita að þér? MYND SSNV

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 

Um er að ræða fjölbreytt starf. Starfsstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkóki. SSNV leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um starfið. Nánar má sjá um málið HÉR.

Fleiri fréttir