Stytta af Vatnsenda-Rósu

Vatnsenda- Rósa. MYND FACEBOOK
Vatnsenda- Rósa. MYND FACEBOOK

Kynningarfundur um fyrirhugaða styttu af Vatnsenda-Rósu verður haldin í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 8. október nk. frá klukkan 14:00-16:00. Á dagskrá fundarins fer Sigurður Líndal, formaður Menningarfélags Húnaþings vestra yfir tilurð verkefnisins. Ragnhildur Stefánsdóttir, myndhöggvari fer yfir verkið sjálft. Eins fara þau Sigurður og Ragnhildur yfir fjárhags- og framkvæmdaráætlun verksins og hver næstu skref eru.

Menningarfélag Húnaþings vestra hefur ákveðið að stóra verkefnið þeirra næstu tvö árin verði að koma upp styttu af Vatnsenda- Rósu á Hvammstanga.

Á Facebooksíðu Menningarfélagsins segir að Vatnsenda-/Skáld/Natans- Rósa var stórmerkileg kona, og fer vel á því að hún verði fyrsta manneskjan sem gerð sé stytta af innan höfuðstaðar Húnaþings vestra. Myndhöggvarinn Ragnhildur Stefánsdóttir hefur tekið að sér verkið, en hún hefur m.a. gert stynnunga af Ingibjörgu H. Bjarnadóttur við skála Alþingis og styttuna af Jóni Ósmann ferjumanni við Héraðsvötnin í Skagafirði auk annarra verka.

Jafnframt segir að auk merkilegra sögulegra og listrænna þátta teljum við að hér sé um að ræða ákveðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Eftir að styttan er komin upp viljum við halda árlega Rósuhátið- hátíð sem fjallar um ástarljóð, ástríðu og ástarsorg, auk þess að halda á lofti þeirri staðreynd að Húnaþing vestra er vagga hins íslenska ástarljós, er ástríðan sem rennur í farvegi hinnar húnvetnsku hógværðar sem flæðir yfir bakka sína. Á þann hátt erum við Húnvetningar líkir Bretum. Auk Rósu sjálfrar, hverrar afreki á þessu sviði bera höfuð og herðar yfir alla aðra, má nefna sjálfan Kormák er Kormáks saga fjallar um, en saga sú er í raun safn ástarljóða, og Ólöf frá Hlöðum (sem í raun var frá Sauðadalsá á Vatnsnesi).
Á hátíðinni mætti bjóða bæði fræðimönnum og kórum, dönsurum, leikhópum o.s.frv.

Nánar má sjá um viðburðinn HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir