V-Húnavatnssýsla

Líf og fjör í björgunarsveitarstarfinu

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit lá sannarlega ekki í dvala yfir sumarið. Verkefnin voru mörg, tilgangur þeirra margvíslegur og samstarf við hina ýmsu aðila.
Meira

Fljótt skipast veður í lofti

Réttari fyrirsögn væri kannski fljótt skipast verðurspá í lofti. Því gula viðvörunin sem skrifað var um hér í morgun hefur breyst í appelsínugula.
Meira

Tap í fyrsta leik Mfl. kvenna í 1. deildinni

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik á laugardaginn à þessu tímabili. Þær héldu suður í Breiðholtið þar sem þær kepptu við Aþenu. Fyrsti leikhluti fór 26 - 18 fyrir heimastúlkum. Tindastólsstúlkur áttu ágætis annan leikhluta sem endaði 22-21 fyrir Aþenu. Staðan því í hálfleik 48 - 39. Aþenu stúlkur gáfu svo í í seinni hálfleik og fór þriðji leikhluti 23 - 8 og fjórði leikhluti 29 - 12. Lokatölur voru því 100 - 59 fyrir Aþenu. 
Meira

Gult kort, hver elskar það ekki?

Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Meira

Sigur í fyrsta leik Tindastóls í Subway deildinni

Íslandsmeistararnir hófu keppnistímabilið sitt í Subway deild karla í gærkvöldi þegar þeir fóru í Forsetahöllina og spiluðu á móti Álftanesi. Gaman var að sjá metnaðarfulla umgjörð hjá þeim fyrir leikinn og á leiknum sjálfum og greinilegt að það er mikill uppgangur í körfuboltanum á Álftanesi. Forsetahöllin var þétt setin og stemmingin var mjög góð, það vantaði að sjálfsögðu ekki stuðningsfólk Tindastóls á leikinn.
Meira

Elvis-borgari og ferskjubaka

Matgæðingur vikunnar í tbl 3 í ár var Vilhelm Vilhelmsson en hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Hann er kvæntur Sólveigu Huldu Benjamínsdóttur, safnafræðingi og forstöðumanni safna í Húnaþingi vestra. Þau eiga fjögur börn á aldrinum eins til þrettán ára svo það er aldrei lognmolla á þeirra heimili. Vilhelm og Sólveig búa í Húnaþingi vestra þar sem þau eru bæði fædd og uppalin.
Meira

„Hafði ekki prjónað í 30 ár en ég var stolt af verkinu og að hafa komist yfir þetta“

Steinunn Daníela Lárusdóttir býr í Varmahlíð, er gift og á þrjú börn á aldrinum 12 til 27 ára og svo á Steinunn tvo yndis tengdasyni. Hún segir lesendum Feykis frá hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Umhverfisviðurkenningar 2023 veittar í Húnaþingi Vestra

Inná heimasíðu Húnaþings segir að umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2023 hafi verið veittar þann 5. október, við notalega athöfn á Sjávarborg. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt rúm 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Misjafnt hefur verið milli ára hversu margar viðurkenningar eru veittar, í ár voru það þrjár viðurkenningar. Hingað til hefur engin lóð/land fengið viðurkenninguna tvisvar, en þó er enn úr nægu að moða og punktaði nefndin hjá sér allnokkrar eignir sem koma sterklega til greina næstu árin, sem sýnir sterkt að íbúum samfélagsins er í heild annt um umhverfið og snyrtimennsku.
Meira

Slökkvilið Fjallabyggðar ekki búið nauðsynlegum tækjum ef illa fer í Strákagöngum

Um miðjan september sagði Feykir.is frá því að Strákagöng yrðu lokuð vegna reykæfingar sem Slökkvilið Fjallabyggðar framkvæmdi í göngunum. Jóhann K. Jóhanns­son, slökkvi­liðs­stjóri Fjalla­byggðar gerði samantekt eftir æfingu og er niðurstaða hennar sú að slökkviliðið sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eitur­efna­slys í jarð­göngum fjarri gangna­endum.
Meira

Haustdýrð í Skagafirði - Myndir

Það er alltaf gaman þegar lesendur Feykis senda inn fallegar myndir til birtingar. Í gær fengum við þessar frábæru myndir sendar frá Róbert Daníel Jónssyni. Við þökkum honum kærlega fyrir og leyfum ykkur að njóta:)
Meira