V-Húnavatnssýsla

Vilja að höfuðstöðvar RARIK verði á landsbyggðinni

Húnahornið segir frá því að fimm þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva RARIK ohf. á landsbyggðina. Vilja þau að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stefna að flutningi höfuðstöðvanna og að hann kanni á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Þingsályktunartillagan hefur tvisvar áður verið lögð frá, á 151. löggjafarþingi og því 153.
Meira

„Áfram og upp!“ segir Unnur Valborg

„Ég er óskaplega stolt af þessum árangri liðsins og er nokkuð viss um hann er eitt af mestu afrekum í íþróttasögu Húnvetninga. Þessi félagsskapur sem heldur utan um liðið er rekinn áfram af leikgleði og alltaf er stutt í léttleikann. Það ásamt góðum þjálfurum og topp leikmönnum er í dag að skila þessum frábæra árangri,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, þegar Feykir innti hana eftir því hvort það afreka liðs Kormáks/Hvatar, að tryggja sér sæti í 2. deild, væri stærsta íþróttaafrek húnvetnskrar íþróttasögu.
Meira

Búið ykkur undir stórsýningu í Reiðhöllinni

Á Laufskálaréttarsýningunni, sem verður í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki föstudaginn 29. september, mætast þeir þættir sem skapa þá menningu sem fólk leitast við að upplifa þegar Laufskálaréttarhelgin gengur í garð; hestar, söngur, sögur og gleði.
Meira

Sjóndeildarhringur sveitarstjórnarfólks víkkaður

Oft hefur verið rætt um mikilvægi fræðslu fyrir sveitarstjórnarfulltrúa og ýmsar leiðir verið farnar til að koma til móts við þá þörf. Undanfarin kjörtímabil hafa ýmis landshlutasamtök sveitarfélaga skipulagt fræðsluferðir fyrir kjörna fulltrúa og bæjar- og sveitarstjóra til að kynna sér hvað efst er á baugi hjá nágrannaþjóðum. Í hópi þessara landshlutasamtaka eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) sem ákváðu snemma á þessu ári að skipuleggja sameiginlega ferð til Skotlands.
Meira

Fátt sem stoppar lið sem trúir ekki að það geti tapað

„Ég held að allir í kringum liðið séu ennþá hægt og rólega að ná utan um að við séum búnir að tryggja okkur sæti í 2. deild. Menn fögnuðu skiljanlega vel eftir leik og ég held að stuðningsmenn liðsins séu, eins og leikmenn og stjórn, ennþá í skýjunum með árangur sumarsins,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar sem gerði sér lítið fyrir á laugardaginn og tryggði sér sæti í 2. deild með sigri á liði Augnabliks í lokaumferðinni. Það er besti árangur sem Kormákur/Hvöt hefur náð í fótboltanum og mögulega mesta afrekið í íþróttasögu Húnvetninga.
Meira

Lokað á skrifstofum sýslumanns á Norðurlandi vestra á föstudag

Skrifstofur sýslumannsins á Norðurlandi vestra verða lokaðar föstudaginn 22. september nk. vegna sameiginlegs starfsdags sýslumannsembættanna. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira

Verndum villtra laxastofna : Bjarni Jónsson skrifar

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.
Meira

Tvennir útgáfutónleikar um helgina

Hljómsveitin Slagarasveitin frá Hvammstanga heldur tónleika í tilefni af útgáfu nýrrar plötu. Um er að ræða tólf laga plötu sem ber nafn sveitarinnar. Tónleikarnir verða tvennir. Í Iðnó Reykjavík föstudaginn 22. september og Félagsheimilinu Hvammstanga daginn eftir. Tónleikarnir hefjast báðir klukkan 20:30 og er það Ásdís Aþena ungstirni frá Hvammstanga sem opnar tónleikana. Miðasala fer fram á adgangsmidi.is og við hurð, meðan húsrúm leyfir.
Meira

Það verður hægt að komast á bílaséns á fimmtudaginn

Hraðstefnumót Öskju hófst fyrir viku þar sem valdir bílar frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart freista þess að finna verðuga lífsförunauta á landsbyggðinni. Fyrsta Hraðstefnumótið var haldið í Vestmannaeyjum en bílarnir hafa í kjölfarið haldið austur fyrir land og eru nú á norðurleið. Á fimmtudag verður Hraðstefnumót á Sauðárkrók, Ísafjörð og Stykkishólm. Öskjumenn verða á Sauðárkróki frá kl. 12-16 og verða bílarnir til sýnis á bílaplani KS við Ártorg.
Meira

Nýi Dansskóli Húnaþings vestra slær í gegn

Fjöldi skráninga í nýja Dansskóla Húnaþings vestra fór fram úr björtustu vonum. Alls eru 52 nemendur nú skráðir og því ljóst að þörfin fyrir dansskóla í Húnaþingi er greinilega mikil, segir á heimasíðu Menningarfélags Húnaþings vestra. „Það er sérstaklega ánægjulegt að fjöldi nemenda kemur frá nágrönnum okkar og vinum í austursýslunni. Dæmi er um að sumir nemendur séu að fara keyra 80 kílómetra, aðra leiðina, til að mæta,“ segir Sigurður Líndal formaður Menningarfélagsins.
Meira