Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir bókun á matvælaráðherra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.09.2023
kl. 13.33
Í síðustu viku sendi sveitarstjórn Húnabyggðar frá sér bókun þar sem lýst var þungum áhyggjum vegna þeirrar staðreyndar að eldislaxar væru að veiðast í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. Nú hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra sömuleiðis sent frá sér bókun vegna málsins en þar er skorað á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.
Meira