V-Húnavatnssýsla

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendir bókun á matvælaráðherra

Í síðustu viku sendi sveitarstjórn Húnabyggðar frá sér bókun þar sem lýst var þungum áhyggjum vegna þeirrar staðreyndar að eldislaxar væru að veiðast í mörgum ám í sveitarfélaginu og á Norðurlandi vestra. Nú hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra sömuleiðis sent frá sér bókun vegna málsins en þar er skorað á matvælaráðherra að beita þeim valdheimildum sem hann hefur í gegnum undirstofnanir sínar til að tryggja að fiskeldisfyrirtækin greiði kostnað vegna mótvægisaðgerða sem veiðifélögin neyðast til að fara í til að verjast strokulaxi úr opnum sjókvíum.
Meira

Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.
Meira

Kormákur Hvöt tryggði sér sæti í 2. deild

Það fór eins og allt benti til. Lið Kormáks Hvatar gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild að ári sem er í fyrsta sinn sem sameinað lið félaganna spilar í þeirri deild. Í gær fengu Húnvetningar lið Augnabliks úr Kópavogi í heimsókn og þurftu stig til að tryggja farseðilinn upp um deild. Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútur og unnu á endanum magnaðan 3-0 sigur og tryggðu sér þar með annað sætið í 3. deild. Til hamingju Kormákur Hvöt!
Meira

Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!

Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira

Hannes Ingi aftur á parketið með Stólunum

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir frá þeim ánægjulegu tíðindum að stuðningsmannauppáhaldið Hannes Ingi Másson hafi ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil. „Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Í fjárlögum er gert ráð fyrir auknu fjármagni til riðuvarna

Húnahornið greinir frá því að í nýbirtum fjárlögum 2024 sé gert ráð fyrir auknu fjármagni, upp á 110 milljónir króna, til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðagreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 28. apríl síðastliðnum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira

Yfirlýsing vegna villandi umræðu um kyn- og hinseginfræðslu

Á heimasíðu Skagafjarðar var í morgun birt yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu og hinseginfræðslu en mikil umræða hefur átt sér stað varðandi þau mál að undanförnu. „Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt,“ segir í yfirlýsingunni sem m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og barnamálaráðuneytið undirrita ásamt fjölmörgum öðrum málsmetandi aðilum.
Meira

Séra Dalla Þórðardóttir lætur af störfum

Séra Dalla Þórðardóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli, hefur lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Hún kemur til með að láta af embætti 1. desember nk. Þá eru liðin ein 42 ár frá því hún tók til starfa sem prestur
Meira

Leggið frá ykkur prjónlesið og reiðtygin – á laugardag ætla bleikliðar að skrifa söguna

Laugardaginn 16. september geta liðsmenn Kormáks Hvatar skrifað söguna. Sameiginlegt lið okkar sem búum sitt hvoru megin við Gljúfrá sendi fyrst lið til Íslandsmóts karla árið 2013 og hefur löngum spilað í fjórðu deild, þeirri neðstu þegar var. Fyrir tveimur árum reis liðið upp og komst í fyrsta sinn upp í þá þriðju (D-deild íslenska knattspyrnustigans). Í fyrra stóðst liðið þolraunir allar sem sterkari deild er, ásamt ytri aðstæðum ýmis konar, og hélt þar velli.
Meira