V-Húnavatnssýsla

Arnar Geir sigraði í efstu deildinni

Annað innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var á fimmtudaginn og mættu 21 einstaklingur til leiks. Keppt var í fjórum deildum þar sem niðurröðun í deildir fer eftir gengi hvers og eins á fyrsta mótinu sem haldið var í lok september.
Meira

Sjónhornið er komið út og er aðgengilegt hér á Feykir.is

Það er ýmislegt að finna í Sjónhorni vikunnar eins og t.d. að í Skagfirðingabúð eru kjöt og mjólkurdagar 12. og 13. október. Það er auglýsing frá 10. bekk með upplýsingum um dansmaraþonið sem er í gangi núna og stendur til 10 í fyrramálið.  Rósin tískuvöruverslun verður með fatamarkaður í Ljósheimum fljótlega og margt fleira.
Meira

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Vísindaferð kvikmyndabrautarnemenda FNV í tengslum við RIFF

Hópur kvikmyndagerðarnema á kvikmyndabraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) fór í síðustu viku í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík (Reykjavík International Film Festival, RIFF). Lagt var af stað á fimmtudagsmorgni og komið heim á laugardagskvöldi.
Meira

Húnaþing vestra þátttakandi í verkefninu Gott að eldast

Á heimasíðu Húnaþings vestra er skýrt frá því með gleði að umsókn þeirra um að vera þátttakandi í þróunarverkefninu Gott að eldast hafi hlotið brautargeng. Verkefnið gengur út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mikill og hvorki fleiri né færri en 19 umsóknir bárust en sex urðu fyrir valinu. Alls taka 22 sveitarfélög þátt í verkefninu með sex heilbrigðisstofnunum en umsókn Húnaþings vestra var í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið byrjar 20. október

Á vef Umhverfisstofnunar (www.ust.is) segir að Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra hefur fallist á tillögu Umhverfis-stofnunar að fyrirkomulagi rjúpnaveiða ársins 2023. Umhverfisstofnun leggur til að veiðar verði heimilar sem hér segir: Frá og með 20. október og til og með 21. nóvember frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili.
Meira

Yfir og allt um kring

Menntun er jafnréttismál, lýðheilsumál, umhverfismál, byggðamál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega. Svo lengi lærir sem lifir segir máltækið. Ef við viljum að íbúar landsins hljóti menntun og verði stöðugt færari um að takast á við áskoranir í síbreytilegu þjóðfélagi í örum vexti verðum við að hlúa sérstaklega vel að umhverfi og aðbúnaði unga fólksins okkar sem og allra hinna sem í nám sækja. Við verðum að skapa fjölmörg tækifæri, gefa svigrúm fyrir nýsköpun og stöðugt rýna í, breyta og bæta þau menntunartækifæri sem í boði eru.
Meira

Hrútur frá Sveinsstöðum hlutskarpastur

Fjárrækarfélag Sveinsstaðahrepps hélt vel heppnaða hrútasýningu fimmtudaginn 5. október síðast-liðinn í hesthúsinu að Hvammi II, þar sem Haukur og hans fólk tóku vel á móti fólki. Góð stemming og fjölmenni kom til að fylgjast með. Alls voru hrútar frá níu bæjum sem tóku þátt.
Meira

Rjúpnaveiði í eignarlöndum Húnaþings vestra 2023

Á heimsíðu Húnaþings vestra er hægt að sjá hvernig fyrirkomulagi rjúpnaveiða verður háttað í eignarlöndum Húnaþings vestra árið 2023. Veiðimönnum með gilt skotvopnaleyfi og veiðikort útgefið af Veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar stendur til boða að kaupa sérstakt veiðileyfi útgefið af Húnaþingi vestra er veitir þeim einum heimild til rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins. Um eftirfarandi veiðisvæði er að ræða.
Meira

Húnaþing vestra auglýsir eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref veturinn 2023/2024

Á heimasíðu Húnaþings vestra auglýsir sveitarfélagið eftir aðilum til að stunda vetrarveiðar á ref á sex svæðum. Um er að ræða Vatnsnes, Vesturhóp, Miðfjörður, Víðidalur, Hrútafjörður austan og Hrútafjörður vestan og verður einn aðili ráðinn á hvert svæði.
Meira