Jólalag dagsins – Jólasveinninn kemur í kvöld

Nú fara jólasveinarnir að tínast til byggða hver af öðrum og sá fyrsti, Stekkjastaur, leggur af stað í kvöld og kíkir á skóbúnað í gluggum barna í nótt. Þá er nú við hæfi að spila lagið um það þegar sveinki mætir á svæðið.

Þeir félagar Sverrir Bergmann Magnússon og Halldór Gunnar Pálsson fluttu lagið Jólasveinninn kemur í kvöld í þætti Audda Blö í desember 2011 með miklum sóma. Feykir minnir alla á að setja skóinn í gluggann áður en gengið verður til náða í kvöld.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir