Jólalag dagsins - Aleinn um jólin
feykir.is
Skagafjörður, Það var lagið
12.12.2020
kl. 08.03
Á stórtónleikunum Jólagestum Björgvins árið 2017 sungu þeir meistarar Björgvin Halldórsson og Stefán Karl Stefánsson saman lagið “Aleinn um jólin” í Hörpu og vakti atriðið mikla lukku. Lagið var samið fyrir plötuna Jól í Latabæ en eins of flestum er kunnugt fór Stefán með hlutverk Glanna glæps.
Í ágúst 2018 lést Stefán Karl eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein þá 43 ára. Flytjendur lagsins og Sena Live ákváðu að heiðra minningu Stefáns Karls með því að gefa lagið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls.
Hlusta má á lagið á Spotify
Lagið samdi Máni Svavarsson en textinn er eftir Halldór Gunnarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.