Flott jólavídeó af Króknum
Feykir gleymdi alveg að græja jólalögin í byrjun desember en alveg er óhætt að pósta þeim strax 1. desember, samkvæmt jólalagaspilunarráðuneytinu. Bætum við úr því hér með sígildu lagi Brendu Lee, Rockin 'Around the Christmas Tree, og flottu vídeói sem Birkir Hallbjörnsson, 16 ára Króksari, bjó til og setti á YouTube.
Fyrir þá sem ekki átta sig á hinum unga vídeógerðarmanni eru foreldrar hans Kristín Ragnarsdóttir og Hallbjörn Björnsson. Höfundur Rockin 'Around the Christmas Tree er aftur á móti Johnny Marks en Brenda Lee gerði lagið frægt fyrir 60 árum eða 1958. Margir listamenn hafa spreytt sig á laginu en það er alltaf einhver sjarmi yfir flutningi Brendu Lee. Njótið vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.