Breytt fyrirkomulag íbúafunda um sameiningarmál í Skagafirði

Í ljósi óhagstæðs veðurs og takmarkaðrar skráningar á staðfundi hefur verið ákveðið að aflýsa fundum í Miðgarði, á Hofsósi og á Sauðárkróki. Í staðinn verði rafrænn fundur mánudaginn 7. febrúar kl. 20 og staðfundur í Héðinsminni þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20. Báðir fundir eru opnir öllum íbúum í Skagafirði.

Hægt er að smella HÉR til að tengjast inn á rafræna fundinn en einnig má fara inn á Facebook-síðu samstarfsnefndar :: Skagfirðingar :: til að fylgjast með streymi frá kynningum. Áhorfendum gefst kostur á að senda spurningar inn á fundinn og þau sem skrá sig inn á Zoom fundinn geta tekið þátt í umræðum, beðið um orðið og tekið til máls. Kynningin verður tekin upp og gerð aðgengileg á vefsíðu verkefnisins.

Á fundinum verður kynning á framtíðarsýn samstarfsnefndar og forsendum fyrir sameiningartillögu hennar. Í kjölfar kynningarinnar gefst íbúum færi á að ræða niðurstöðurnar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær og sameiningu sveitarfélaganna almennt. Efnistök fundanna tveggja eru hin sömu en tilgangur þess að halda tvo fundi er að gefa sem flestum íbúum tækifæri til að taka þátt.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðunni Skagfirðingar.is 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir