Skagafjörður

Bjarni Har fór síðasta rúntinn í dag

Heiðursborgari Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Bjarni Haraldsson, kaupmaður í útbænum á Króknum, var borinn til grafar frá Sauðárkrókskirkju í dag. Að útför lokinni fór líkfylgdin með Bjarna síðasta rúntinn eftir Aðalgötunni og staldraði utan við Verslun Haraldar Júlíussonar þar sem öðlingurinn stóð vaktina nánast alla tíð.
Meira

Blikar í einangrun og leik frestað gegn Stólum

Leik Breiðabliks og Tindastóls sem var á dagskrá í kvöld í Subway deildinni hefur verið frestað vegna einangrunar leikmanna Breiðabliks. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ hefur leiknum verið fundinn nýr leiktími mánudaginn 7. febrúar kl. 19:15. Einn leikur fór fram í gærkveldi Blue-höllin í Keflavík þar sem heimamenn töpuðu óvænt fyrir ÍR 77 – 94.
Meira

Uppbygging skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla í Varmahlíð

Tillögur VA Arkitekta að breytingum á Varmahlíðaskóla og samþættingu skólanna þriggja, leik-, grunn- og tónlistarskóla, á sama stað hafa verið opinberaðar á heimasíðu Svf. Skagafjarðar en í lok árs 2019 var sett fram sameiginleg viljayfirlýsing sveitarfélaganna í Skagafirði þar sem samþykkt var að stefna að þeirri uppbyggingu og verkefnisstjórn skipuð um framkvæmdina.
Meira

Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð í kvöld

Búast má við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu í kvöld og fram til hádegis á morgun, auk þess sem gert er ráð fyrir hríð norðanlands, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemd veðurfræðings segir jafnframt að búast megi við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Skúli Eggert Þórðarson nýr ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Skúla Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis frá 1. febrúar nk. Skúli Eggert er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti ríkisendurskoðanda frá árinu 2018. Hann var áður ríkisskattstjóri frá 2006 og fram að því skattrannsóknarstjóri frá árinu 1993.
Meira

Vinstri grænir og óháðir bjóða á ný fram í Skagafirði

Á félagsfundi VG í Skagafirði, sem haldinn var þann 17. janúar síðastliðinn, var borin upp tillaga stjórnar félagins um að bjóða fram lista VG og óháðra til sveitarstjórnarkosninganna sem fram fara 14. maí næstkomandi. Var tillagan samþykkt samhljóða og hefur uppstillingarnefnd þegar tekið til starfa. Sameiginlegur listi Vinstri grænna og óháðra var einnig boðinn fram í kosningunum 2018 og náði ágætum árangri, fékk næstmest fylgi eða 24,4% og tvo fulltrúa; Bjarna Jónsson og Álfhildi Leifsdóttur.
Meira

Matgæðingar vikunnar tbl 4 - Kjúklingur með pestó og bollukrans

Matgæðingar vikunnar eru þau Andrés Magnússon og konan hans Anna Ágústsdóttir, en þau fengu áskorun frá Björgu Árdísi Kristjánsdóttur. Fjölskyldan er þessi venjulega vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn. Andrés er 34 ára og vinnur sem tæknimaður hjá Tengli í Reykjavík en Anna leggur stund á mastersnám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún lærir hagnýta atferlisgreiningu.
Meira

Tindastólsmenn á fljúgandi siglingu í Kjarnafæðismótinu

Lið Tindastóls lék þriðja leik sinn í B-deild Kjarnafæðismótsins í gær þegar þeir mættu liði KA3 á KA-vellinum. Illa gekk að skora framan af leik en síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks reyndust Stólunum gjöfular en þá gerðu strákarnir út um leikinn með fjórum mörkum. Lokatölur leiksins voru 6-1 og lið Tindastóls með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Meira

Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Garðfuglahelgin að vetri hefst á föstudaginn

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og segir á heimasíðu hennar að venjulega sé um síðustu helgina í janúar að ræða. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla, eftir því sem fram kemur á fuglavernd.is. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.“
Meira