Skagafjörður

Opið hús í TextílLabinu á Blönduósi

Næstu helgi 10. og 11. desember verður opið hús í TextílLabinu Textílmiðstöðvarinnar á Þverbraut 1 á Blönduósi þar sem boðið verður upp á námskeið.
Meira

Fjölgar í öllum landshlutum

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og samtals fjölgaði íbúum á landinu öllu um 11.319 á sama tíma sem er um 3,4%. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu eða um 1.406 íbúa. Á Norðurland vestra fjölgaði um 28 manns.
Meira

77 umsóknir fengu brautargengi Uppbyggingarsjóðs

Alls bárust 98 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir næsta ár þar sem óskað var eftir 180 milljónum króna, en til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni er rúm 81 milljón króna.
Meira

Fjörugir styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju

Það skapaðist mikil og góð stemning í Sauðárkrókskirkju sl. laugardagskvöld þegar Elva Björk Guðmundsdóttir bauð upp á notalega kvöldstund ásamt börnum, tengdabörnum, barnabarni, frænkum frændum og vinum, og kom gestum í sannkallað jólaskap með tónlistarflutningi og skemmtilegu spjalli og athugasemdum á milli laga.
Meira

VG og óháð styðja hvorki gjaldskrárhækkanir né fæðisgjöld grunn- og leikskóla

Fræðslunefnd Skagafjarðar lagði fram tillögu að 6% hækkun dvalargjalda leikskóla og 7,7% hækkun fæðisgjalda sem hún segir í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Átta tíma almennt gjald hækkar úr 41.053 krónum í 43.760 krónur eða um 2.707 krónur á mánuði.
Meira

Lífið of stutt til þess að taka sjálfan sig of hátíðlega

Það gleður marga fyrir þessi jól að enn ein bókin í flokknum Skagfirskar skemmtisögur er komin út. Þar hefur Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður með meiru, haldið utanum og safnað efni allt frá upphafi en fyrsta bókin kom út 2011. Í inngangi bókarinnar segir að í upphaflega hafi verið gert ráð fyrir einni bók en nú eru þær orðnar sex að tölu.
Meira

Silli kokkur og Elsa Blöndal eiga heitasta matarvagn landsins

Óhætt er að fullyrða að Silli kokkur bjóði upp á bestu borgara álfunnar en þeir hafa slegið í gegn í keppnum um besta götubitann bæði hérlendis sem erlendis. Skagfirðingar hafa reglulega fengið tækifæri til að nálgast hnossgætið þegar Silli mætir með matarvagninn á planið fyrir utan verkstæði Gylfa Ingimars og dásama undantekningarlaust það sem ratar í belginn. Feykir forvitnaðist um Silla kokk, besta borgarann og tengingu hans við Skagafjörð.
Meira

Dagatal Pilsaþyts

Pilsaþytur í Skagafirði býður nú enn eitt árið til sölu borðdagatöl til fjáröflunar fyrir starfssemi sína. Dagatölin prýða myndir af ýmis konar þjóðbúningum og gömlum munum. Fjallkona sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði skrýddist á 17. júní hátíðarhöldum í ár, kyrtli sem Pilsaþytskonur hafa saumað til afnota fyrir Skagafjörð við hátíðleg tækifæri.
Meira

Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022

Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut verðlaunin Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI miðvikudaginn 30. nóvember. Tíu Íslendingar hlutu viðurkenningu í ár og þar á meðal var Króksarinn Ingvi Hrannar Ómarsson en hann var tilnefndur sem leiðtogi og fyrir afrek á sviði menntamála.
Meira

Styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju

Í kvöld, laugardaginn 3.desember klukkan 20:30, verða styrktartónleikar í Sauðárkrókskirkju þar sem skagfirskt tónlistarfólk kemur gestum í jólaskap. Lofað er skemmtilegri og notalegri kvöldstund á jólanótunum.
Meira