Skagafjörður

Tilkynning frá körfuknattleiksdeild Tindastóls

Nú er fallinn dómur áfrýjunardómstóls KKÍ í máli okkar Tindastólsmanna gegn Haukum og má segja að niðurstaðan sé gríðarleg vonbrigði enda trúðum við alltaf að dómstólar myndu átta sig á hversu gölluð reglugerð KKÍ um fjölda erlendra leikmanna er. Því miður hafa dómstólar KKÍ lokið málinu.
Meira

Arnar Geir í hörkukeppni um Íslandsmeistaratitilinn í pílukasti

Á morgun ráðast úrslitin í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir keppendur eru komnir í úrslit eftir undanriðlana en þar á meðal er Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson sem hefur gert garðinn frægan þrátt fyrir að stutt er síðan hann fór að kasta pílunum.
Meira

Níu verkefni klára Vaxtarrými Norðanáttar

Níu nýsköpunarteymi á Norðurlandi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vaxtarrými sem Norðanátt, hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi, stóð að. Vaxtarrými er átta vikna viðskiptahraðall með fókus á sjálfbærni, rammað inn af þemanu „mat, orka, vatn“, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Meira

Stólastúlkur sóttu ekki gull í greipar Snæfells

Stólastúlkur mættu sterku liði Snæfells í Stykkishólmi sl. miðvikudagskvöld í 1. deild kvenna. Emese Vida, ungverski risinn í liði Stólanna, var enn fjarri góðu gamni og það veikir liðið mikið. Hólmarar náðu heljartökum á leiknum strax í fyrsta leikhluta og unnu öruggan sigur, 92-56.
Meira

Stólarnir misstu flugið og Haukarnir gripu bráðina

Lið Hauka er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Tindastóls eftir tvöfaldan sigur í gær. Fyrst féll kærumálið Haukum í hag og þeim dæmdur sigur í leik liðanna í VÍS bikarnum og í gærkvöld náðu þeir að vinna Stólana í leik liðanna í Subway-deildinni með mögnuðum viðsnúning í fjórða leikhluta. Lengi vel leit allt út fyrir öruggan sigur Stólanna en þeir köstuðu sigrinum frá sér á ögurstundu. Lokatölur 80-75.
Meira

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.
Meira

Áfrýjunardómstóll KKÍ dæmdi Haukum sigur

Niðurstaða áfrýjunardómstóls KKÍ liggur nú fyrir í litla svindlmálinu sem Haukar, sem sögðust ekki vilja kæra lögbrot Tindastólsmanna, kærðu engu að síður Tindastólsmenn fyrir að hafa teflt fram fjórum erlendum leikmönnum í enga sekúndu í bikarleik liðanna sem fram fór í október. Niðurstaða dómsins var á þá leið að Tindastóll hefði brotið regluna og er Haukum því dæmdur 0-20 sigur í leiknum, sem þeir töpuðu , og Tindastóll skal borgar 250 þúsund króna sekt.
Meira

Sigurrós og Sigur Rós :: Vangaveltur um tengsl heimsfrægrar hljómsveitar norður í land

Í öðru bindi Byggðasögu Skagafjarðar er örlítill þáttur um Hvammsbrekku, landspildu úr landi Reynistaðar, sunnan og vestan Sauðárkróksbrautar, milli Geitagerðis og Melslands. Þar voru frumbyggjar Ragnar Magnússon og Sigurlína Sigurðardóttir sem þá höfðu verið nokkur ár í húsmennsku á Mel en þau hófu byggingu íbúðarhússins árið 1928 og fluttust þangað vorið 1929. Húsið var lítið, kjallari 19 m2 og ein hæð 26,4 m2. Í fyrstu virðist það ansi langsótt að tengja þessi húsakynni við einn frægasta tónlistarmann Íslands í einni þekktustu hljómsveit í heimi en er þó ekki erfitt.
Meira

Átta krakkar úr Tindastóli á æfingu með norðlenskum úrvalshópi U16

Í dag fór fram æfing úrvalshóps U16 í Boganum á Akureyri þar sem stelpur og strákar af Norðurlandi komu saman og æfðu knattspyrnu. Það var Magnús Örn Helgason, þjálfari U17 kvenna, sem stýrði æfingunni. Jafnt var í hópunum, 24 stúlkur og 24 strákar, en af þeim 48 sem þátt tóku í æfingunni voru átta krakkar frá Umf. Tindastóli sem verður að teljast magnað.
Meira

Minkur í miðjum Krók

Hann var ekki styggur minkurinn sem Dagur Amlin náði að mynda í einum hólmanum í Sauðánni rétt sunnan verknámshúss FNV á Króknum í gærmorgun. Dagur, sem er nemandi skólans, lýsir því fyrir blaðamanni hvernig minkurinn athafnaði sig í mestu makindum án þess að láta mannfólkið trufla sig.
Meira