Skagafjörður

Sönn vinátta hunds og andarunga :: Ný bók sem byggir á ótrúlegri sögu frá Hvammstanga

Með vindinum liggur leiðin heim er ný bók sem kom út núna fyrir jólin og tengist á vissan hátt lífinu á Norðurlandi vestra en um er að ræða barnabók um vináttu hunds og andarunga og byggir á sannri sögu frá Hvammstanga. Þar tók fjölskylda að sér móðurlausan andarunga og kom honum á legg.
Meira

Fótboltinn byrjar á ný í dag

Feykir sagði frá því í gær að Murielle Tiernan og Hannah Cade hefðu samið við lið Tindastóls fyrir komandi tímabil. Það var því ekki úr vegi að spyrja Donna þjálfara út í næstu skref og hvort hann væri ekki ánægður með ráðahaginn. „Það er alveg stórkostlegt að Hannah og Murielle hafi skrifað undir áframhaldandi samning auk þess sem Melissa [Garcia] var með tveggja ára samning og kemur aftur,“ sagði Donni.
Meira

Framúrskarandi verkefni 2022

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2022. Þetta er í fjórða sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í janúar 2023.
Meira

Stólarnir í stuði gegn stemningslitlu liði KR

Tindastólsmenn skelltu sér í Vesturbæinn í gær þar sem tveggja punkta KR-ingar biðu þeirra. Vanalega eru rimmur liðanna spennandi og skemmtilegar en því fór víðs fjarri í gær. Leikurinn var skemmtilegur fyrir stuðningsmenn Tindastóls en Vesturbæingar hefðu sjálfsagt flestir kosið að hafa haldið sig heima fyrir framan endursýningu á Barnaby. Reyndar munaði aðeins tíu stigum í hálfleik en Stólarnir bættu vörnina í síðari hálfleik og stungu stemningslitla KR-inga af. Lokatölur 77-104.
Meira

Frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar

Kjarasamningar á milli Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir 12. desember sl. Félagsfundur til kynningar fyrir félagsfólk var haldinn í gærkvöldi. Helstu breytingar eru þessar:
Meira

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.
Meira

Dagbók Drekagyðjunnar - Útgáfupartý í Listakoti Dóru

Næstkomandi sunnudag, þann 18. desember, verður haldið útgáfupartý í Listakoti Dóru Vatnsdalshólum í tilefni þess að Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir er að gefa út sína fyrstu bók Dagbók Drekagyðjunnar. Höfundurinn verður á staðnum og áritar bókina ef fólk vill og lesið verður partur úr sögunni um klukkan 15.
Meira

Menningardagskrá Gránu hefur fengið frábærar viðtökur

Í gærkvöldi var notaleg kvöldstund í útbænum á Króknum í boði Menningarfélags Gránu. Þá mætti Páll Snævar Brynjarsson í heimsókn í Gránu og rifjaði upp ævintýri og búðarrölt þar sem hann og Sverrir Björn Björnsson léku jólasveina í Aðalgötunni á aðventunni 1978. Segja má að aðsókn hafi farið fram úr björtustu vonum, veitingasalurinn í Gránu troðfullur, og margur gamall og genginn Króksarinn lifnaði við í hugum gesta þegar sögur voru rifjaðar upp og myndir sýndar á tjaldi.
Meira

Murr og Hannah búnar að skrifa undir samning við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo af máttarstólpum liðsins frá í sumar um að spila með Bestu deildar liði Stólastúlkna næsta sumar. Það eru þær Hannah Cade og að sjálfsögðu Muriel okkar Tiernan. Þetta hljóta að teljast hinar bestu fréttir enda eru undirbúningsmót fyrir komandi tímabil að rúlla af stað þessa dagana.
Meira

Jólin í Gránu á laugardaginn

Gömlu góðu jólalögin verða flutt af vöskum söngvurum og hljóðfæraleikurum úr Skagafirði næstkomandi laugardagskvöld í Háa salnum í Gránu á Sauðárkróki. Að sögn Huldu Jónasar, tónleikahaldara, er um ljúfa tónleika að ræða þar sem þemað eru gömlu góðu jólalögin sem allir þekkja og hafa fylgt okkur í gegnum áranna rás.
Meira