Skagafjörður

Fjárlög 2023 – Sterk staða ríkissjóðs sem þarf að verja

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Í upphafi kjörtímabils voru krefjandi tímar fram undan, heimsfaraldur stóð yfir og sama dag og takmörkunum var aflétt hér á landi réðust Rússar inn í Úkraínu. Þessir þættir hafa skapað óvissu bæði hér innanlands sem og í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt er það ekki óeðlilegt í ástandi sem þessu að verðbólga og hækkun á aðföngum taki sér pláss í fjárlögum líkt og í heimilisrekstri landsmanna. Staðan í efnahagsmálum í Evrópu er erfiðari en lengi hefur verið.
Meira

Kormákur Hvöt endurnýjar samning sinn við Aco Pandurevic

Stjórn meistaraflokksráðs Kormáks Hvatar hefur endurnýjað samning sinn við Aco Pandurevic og mun hann stýra skútunni sumarið 2023. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni fyrr í kvöld.
Meira

Rökkurganga í Glaumbæ

Næstkomandi sunnudag, þann 11. desember, verður rökkurganga í Glaumbæ. Gamli bærinn verður kominn í jólabúning, hátíðarbragur yfir svæðinu og við ætlum að njóta samveru og sögustundar í rökkrinu í baðstofunni.
Meira

Þrítugur Farskóli

Farskóli Norðurlands vestra fagnar 30 ára afmæli í dag en hann var stofnaður 9. desember 1992. Á Facebooksíðu skólans er greint frá því að stofnfundur Farskólans hafi verið haldinn á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands þar sem Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans, hafi boðið fundarmenn velkomna og rakti aðdraganda fundarins.
Meira

„Þórsarar voru ekkert að fara að leggjast niður og gefast upp," segir Helgi Freyr eftir nauman sigur Tindastóls gegn Þór Þorlákshöfn

„Eftir mjög erfitt tap í síðasta leik var liðið ákveðið í að koma til baka og sækja sigur í Síkinu,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, einn þjálfara Tindastóls, eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í gærkvöldi. Þrátt fyrir að heimamenn hafi komið sér í ákjósanlega stöðu strax eftir fyrsta leikhluta þar sem Stólar leiddu með 30 stigum gegn 12.
Meira

Þórsarar mæta í Síkið í kvöld

Það er körfuboltaleikur í kvöld í Síkinu en þá mæta kappar úr Þorlákshöfn til leiks gegn liði Tindastóls. Leikurinn hefst kl. 19:15 en svangir geta mætt svolítið fyrr og smellt á sig djúsí hammara. Stólarnir þurfa að koma sér í gírinn á ný eftir móralskan skell í Hafnarfirði og þá er ekkert mikilvægara en kröftugur stuðningur í Síkinu.
Meira

Rithöfundarnir Guðni, Hjálmar og Sigmundur Ernir í Kakalaskála á sunnudag

Búast má við því að öllum skammdegisdrunga verði ýtt til hliðar næstkomandi sunnudag, 11. desember, þegar þeir Guðni Ágústsson, Hjálmar Jónsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson segja frá og lesa upp úr bókum sínum í Kakalaskála klukkan 15 að staðartíma. Í upphafi mun Geimundur Valtýsson þenja nikkuna en í samskonar samsæti í fyrra fékk hann að gjöf forláta glæsihryssu, Sóley, fyrir að hafa skemmt landi og þjóð í áratugi.
Meira

Uppselt á Jólin heima

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum Jólin heima er uppselt á tónleikana sem fram fara í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð næstkomandi laugardag. En það er enn smá von að fá miða með því að taka þátt í Facebookleik með Feyki.
Meira

Dalbæingar spá áframhaldandi rólegheitaveðri

Þann 6. desember hélt veðurklúbbur Dalbæjar sinn mánaðarlega fund sem að þessu sinni var fámennur þar sem til hans var boðað án fyrirvara af óviðráðanlegum ástæðum, eins og segir í skeyti spámanna til fjölmiðla. Það ber helst til tíðinda að Veðurklúbburinn er kominn á Facebook.
Meira

Tveir leikir hjá 10.fl. drengja

Það voru fáir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina, einungis tveir leikir, og voru það drengirnir í 10.fl. sem spiluðu á móti Hetti í MVA-höllinni á Egilsstöðum. Fyrri leikurinn var spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum.
Meira