Skagafjörður

Höfðingleg gjöf á sjúkrahúsið til minningar um móður skáldsins

Á dögunum mættu galvaskar konur úr Kvenfélagi Sauðárkróks á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki til þess að afhenda formlega gjöf til minningar um Sigríði Sigtryggsdóttur, móður Hannesar Péturssonar, skálds.
Meira

Lúðasveit í Háa salnum í Gránu á laugardagskvöldið

„Það hefur engin verið að bíða, en þeir eru samt að koma.“ Þannig hefst kynningartexti á viðburðinum Lúðar og létt tónlist sem mun skella á í Gránu nú á laugardagskvöldið. Það er ekki líklegt að það verði átakanlega leiðinlegt þegar lúðarnir láta ljós sín skína í upphafi aðventu en þeir hyggjast telja í nokkur lög og segja sögur af fólki og búfénaði.
Meira

Tæplega sólarhrings steyputörn lokið á nýju brúnni yfir Laxá í Refasveit

Lokið var við að steypa dekkið á nýrri brú yfir Laxá í Refasveit klukkan fimm í morgun eftir nær sólarhrings törn. Að sögn Aðalgeirs Arnars Halldórssonar, verkstjóra hjá Steypustöð Skagafjarðar, gekk verkið greiðlega og allir ánægðir með vel heppnaða vinnutörn.
Meira

Góður sigur á grjóthörðum Grindvíkingum

Tindastólsmenn héldu til Grindavíkur í gær þar sem hálf lemstraðir heimamenn biðu þeirra með einn erlendan leikmann í sínum röðum þar sem einn var í banni og annar ekki kominn með leikheimild. Þrátt fyrir það voru heimamenn sprækir og börðust allt til síðasta blóðdropa en á endanum voru Stólarnir of sterkir og héldu glaðbeittir heim á Krók með stigin tvö í pokahorninu. Lokatölur 83-94 og bæði lið með sex stig að loknum sex umferðum.
Meira

Ferðaþjónustan kom vel undan vetri

Veturinn er hreint ekkert að á því að síga yfir landið og haustið heldur enn velli þótt aðventan sé handan við hornið. Það er auðvelt að ferðast um landið og það nýta ferðamenn sér. Strax eftir að heimsfaraldurinn rénaði jókst ferðamannastraumur mikið enda fólk komið í þörf fyrir að hleypa heimdraganum. Ferðaþjónustan og aðrar atvinnugreinar hafa brugðist hratt við auknum ferðamannastraumi til landsins eftir heimsfaraldur Covid-19. Við Austurvöll, við Gullfoss, á Vestfjörðum, Austfjörðum og já um allt land hefur mátt sjá hrifnæma ferðamenn sem hafa notið þess að fanga það sem fyrir augu ber.
Meira

Starfamessa í FNV þriðjudaginn 22. nóvember

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra blása nú til Starfamessu sem fer fram á morgun, þriðjudaginn 22. nóvember, í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á messunni er áhersla lögð á iðn-, verk-, tækni- og raungreinar. Ásamt nemum í FNV er gert ráð fyrir að nemendur elstu þriggja stiga allra grunnskólanna á Norðurlandi vestra sæki viðburðinn og mun verkefnið standa straum af flutningi þeirra milli staða, eins og síðast.
Meira

Verkís tekur virkan þátt í Starfamessu SSNV

Í janúar 2020 opnaði Verkís starfsstöð á Faxatorgi á Sauðárkróki. Byggingafræðingurinn Magnús Ingvarsson var eini starfsmaðurinn til að byrja með er nú, tæplega þremur árum síðar, eru fimm starfsmenn Verkís með aðstöðu á skrifstofunni og verkefnin hafa verið mörg og fjölbreytt. Fjölgunin hefur farið fram úr björtustu vonum og ljóst að Sauðárkrókur hefur mikið aðdráttarafl. Starfsstöðin á Sauðárkróki heyrir undir útibú Verkís á Norðurlandi sem staðsett er á Akureyri.
Meira

Sjoppan mín á Skagaströnd :: Gunnar Viðar Þórarinsson í léttu spjalli

Frá því var greint á Feyki í sumar að til stæði að breyta þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ í sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB sem lið í stefnu fyrirtækisins að útvíkka þjónustu- og vöruframboð á þeim þjónustustöðvum sem eftir standa. Hafði þetta í för með sér að sjoppan á Skagaströnd lokaði um miðjan september en unnið var að því að finna rekstraraðila sem gæti nýtt húsnæðið sem fyrir var. Í stuttu máli sagt fannst rekstraraðili að öllum sjoppunum þremur og munu þær heita Sjoppan mín í framtíðinni.
Meira

Rabb-a-babb 213: Auður Björk

NAFN: Auður Björk Birgisdóttir. ÁRGANGUR: 1984. FJÖLSKYLDUHAGIR: Þriggja barna móðir og eiginkona. Er gift Rúnari Páli Hreinssyni frá Grindum, saman eigum við þrjú börn þau Bjarkey Dalrós 14 ára, Sigurrós Viðju 8 ára og Birgi Smára Dalmann 4ra ára. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Í deiglunni er að byggja 300 fermetra fjárhús fyrir veturinn… (svona ef veðrið verður til friðs).
Meira

Færeyingum þykir vænt um frændur sína í norðri

Síðast þegar Feykir forvitnaðist um dag í lífi brottflutts þá skutumst við í sólina til Önnu Birnu Sæmundsdóttur á Tenerife. Nú stökkvum við beint í norður frá Tene og lendum í Miðvági á Vogey (Vágar) í Færeyjum. Þar býr nefnilega Guðrún Halldórsdóttir Nielsen, fædd 1990, ásamt eiginmanni sínum, Færeyingnum Rana Nielsen, og þremur börnum þeirra; Halldóri Kristian 9 ára, Martin Bjarka 8 ára og Daviu Sól 1 árs. Guðrún starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Miðgarði í Miðvági.
Meira