Skagafjörður

Opið fyrir spurningar á rafrænum íbúafundi í Skagafirði

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 verður kynnt á rafrænum íbúafundi fimmtudaginn 1. desember kl. 20:30. Á heimasíðu Skagafjarðar segir í tilkynningu að um þessar mundir sé unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins sem lögð var fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá 14. desember nk.
Meira

Mikið af handverki ratað í jólapakka

Að þessu sinni eru það hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlendsson á Sauðárkróki sem segja lesendum Feykis frá því hvað þau eru að fást við. Stefanía er fædd og uppalin austur í Breiðdal en maðurinn hennar, Kjartan Erlendsson, er Austur-Húnvetningur. Þau fluttu á Krókinn árið 1971 og ætluðu sér að vera hér í eitt ár en hvað eru 50 ár umfram það? Það er Stefanía sem hefur orðið en hún vill byrja á að þakka Unni Sævars fyrir áskorunina.
Meira

Blundar í mörgum Blönduósingum að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar :: Bjarni Gaukur um uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi

Það stendur mikið til á Blönduósi en félagarnir og heimamennirnir Reyni Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson hafa, undir merkjum InfoCapital, fest kaup á húsum í gamla bænum. Verkefnið er metnaðarfullt og til þess ætlast að blása lífi í Blönduósbæ og hrífa heimamenn með í uppbygginguna. Feykir hafði samband við Bjarna Gauk og forvitnaðist um málið.
Meira

JólaFeykir kemur út í dag

Biðin eftir jólablaði Feykis er á enda því hnausþykkur doðrantur er á leiðinni til íbúa Norðurlands vestra í dag og næstu daga. Eins og lög gera ráð fyrir eru fjölmörg viðtöl, uppskriftir, andleg næring og besta myndagáta í heimi, að finna í blaðinu. Fljótlega verður það einni aðgengilegt á Netinu svo enginn ætti að þurfa að fara í jólafeykisköttinn.
Meira

Fjórir fulltrúar frá Tindastóli sóttu ungmennaþing KSÍ

Fyrsta ungmennaþing Knattspyrnusambands Íslands fór fram síðastliðinn sunnudag en þá komu saman um 60 ungmenni frá um 20 félögum. Þátttakendur voru á aldrinum 12-18 ára og fékk hvert félag að senda fjögur ungmenni á þingið. Markmið þingsins var að gefa ungmennum landsins sem spila fótbolta rödd með stofnun ungmennaráðs.
Meira

Tólf útileikir hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina

Fyrir helgi fóru þrjú lið frá yngri flokkum Tindastóls af stað út fyrir Skagafjörðinn að spila alls tólf leiki og voru þetta 8. fl. stúlkna, 8.fl. drengja og svo MB11 strákar. Af þessum tólf leikjum voru fimm sigrar og sjö töp þar sem allir gerðu sitt besta og voru sér og Tindastól til sóma.  
Meira

Eflum eldvarnir á heimilum – það er svo mikið í húfi

Nú í seinni tíð þurfa slökkvilið æ oftar að kljást við eld sem á orsök sín í hinum ýmsu raf- og snjalltækjum á heimilum landsmanna. Þessi tæki eru að sjálfsögðu komin til að vera en tilkoma þeirra og mikil notkun kallar á meiri árvekni vegna eldhættunnar sem af þeim stafar.
Meira

Fáeinir aðilar að skoða áform um að reisa hótel í Skagafirði

Ísland er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem aldrei fyrr og nýting á hótelherbergjum alla jafna mikil. Á Norðurlandi er hins vegar mikil þörf fyrir aukið gistirými en í frétt á RÚV kemur fram að bætt nýting utan háannatímans, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum einkenni stöðuna í norðlenskri ferðaþjónustu og er þar vísað til greiningar KPMG á gistirýmum á Norðurlandi sem var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

Heitavatnslaust í Túna- og Hlíðahverfi í dag

Vegna vinnu við lagnir í Nestúni verður lokað fyrir hitaveitu í Iðutúni, Jöklatúni og öllum götum þar fyrir ofan klukkan 10 í dag. Hlíðahverfi mun detta út í eina til tvær klst.
Meira

130 ár frá vígslu Sauðárkrókskirkju

Það er sunnudagur 27. nóvember 2022, fyrsti sunnudagur í jólaföstu, er gengið er til Sauðárkrókskirkju í norðan nepju, fimm gráðu hita og rigningu. Það er hátíðisdagur að minnast 130 ára vígslu kirkjunnar 18. desember1892. Þann dag var stórhríð og einn helsti frumkvöðull kirkjubyggingarinnar, Lúðvík Popp kaupmaður, komst ekki til kirkjunnar vegna veðurs þó búið væri að sérsmíða burðargrind fyrir hann, en hann átti skammt ólifað og var með þeim fyrstu sem hlaut legstað í kirkjugarðinum á Móunum vestan Nafabrúnar. Um hundrað gestir sóttu kirkjuna á þessum merku tímamótum og það var hlýlegt andrúmsloft í messunni. Séra Sigríður Gunnarsdóttir þjónaði fyrir altari, séra Halla Rut Stefánsdóttir flutti ritningarorðin.
Meira