Skagafjörður

Skagafjarðarveitur biðja neytendur að spara heita vatnið

Nú er búið að loka sundlaugunum í Varmahlíð og á Sauðárkróki og lækka rennsli á íþróttavöllum en einnig hafa fyrirtæki með mikla notkun verið beðin um að spara heita vatnið eftir bestu getu. Á heimasíðu Skagafjarðarveitna segir að það dugi þó ekki til og nefna nokkur sparnaðarráð til heimila og fyrirtækja í kuldatíðinni sem nú ríkir.
Meira

Sundlaugum í Skagafirði lokað vegna álags á hitaveitukerfi

Í dag, fimmtudaginn 15. desember verða sundlaugarnar í Varmahlíð og Sauðárkróki lokaðar en samkvæmt tilkynningu frá sveitarfélaginu verður sundlaugin á Hofsósi þó áfram opin. Um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar.
Meira

Kyrrð og ró í jólasnjó

Á morgun föstudaginn 16. desember verður haldin kyrrðarstund í Miklabæjarkirkju í Skagafirði þar sem Vorvindar glaðir flytja hugljúf jólalög og önnur í aðdraganda jóla.
Meira

Breytingar hjá Sýndarveruleika á Sauðárkróki

Freyja Rut Emilsdóttir mun taka við starfi framkvæmdastjóra Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 Baráttan um Ísland, á Sauðárkróki, um áramót. Áskell Heiðar Ásgeirsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra mun hliðra til innan fyrirtækisins og starfa áfram að sérverkefnum, ýmsum þróunarverkefnum, en hann hefur stýrt Sýndarveruleika frá haustmánuðum 2018. Auk rekstrar á sýningu fyrirtækisins á Sauðárkróki vinnur Sýndarveruleiki ehf. nú að því að koma tæknilausnum fyrir söfn og sýningar á markað, auk þess sem unnið er að uppsetningu sýninga í samstarfi við aðra aðila t.d. Víkingaheima í Reykjanesbæ þar sem stefnt er að opnun nýrrar sýningar með sýndarveruleikaupplifun í vetur.
Meira

Kveðja á aðventu

Eitt af mínum eftirlætis jólalögum er Hin fyrstu jól, lag Ingibjargar Þorbergs við kvæði Kristjáns frá Djúpalæk. Kannski er ástæðan fyrir dálæti mínu á þessu lagi sú að það færir fæðingu Krists svo nærri lífi mínu sem stráks í sveitinni. Lágstemmd lýsing og næstum hversdagsleg.
Meira

Hætta á heitavatnsþurrð hjá Skagafjarðarveitum

Í þeim kulda og snjóleysi sem nú ríkir er notkun heita vatnsins í hámarki, segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum og beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að spara heita vatnið eftir bestu getu.
Meira

Verðlaunahafar jólamyndagátu - Fimm heppin fá bókavinninga

Dregið hefur verið úr réttum lausnum í myndagátunni sem birtist í JólaFeyki. Líklega hefur gátan eitthvað þvælst fyrir fólki þar sem heldur færri lausnir bárust en undanfarin ár en var ágæt þrátt fyrir það.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Nú fer hver að verða síðastur að senda inn tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra en líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með þær. Frestur til að senda inn ábendingar er á miðnætti á morgun.
Meira

Samsett fiskileður í þróun

Nýsköpunarfyrirtækið AMC fékk nýverið tveggja ára Sprota styrk frá Rannís upp á samtals 20 milljónir til að þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi. Fyrirtækið er í eigu ungs frumkvöðlapars á Norðurlandi Maríu Dísar Ólafsdóttur, lífverkfræðings, og Leonard Jóhannssonar, vélfræðings. Áður hafði verkefnið fengið FRÆ styrk Rannís og vann titilinn Norðansprotinn í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor.
Meira

Vel heppnuð rökkurganga í Glaumbæjarblíðunni

Það er eitt og annað sem brallað er á aðventunni. Það hefur í mörg ár verið venjan að boðið sé upp á rökkurgöngu hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og svo var einnig í ár því nú á sunnudaginn var búið að koma gamla bænum í jólabúning og hátíðarbragur yfir svæðinu. Móttökurnar fóru fram úr björtustu vonum í vetrarblíðunni.
Meira