Skagafjörður

Mikill ljósagangur á Nöfum á morgun

Í fyrramálið, 25.nóvember, fer fram hin árlega Friðarganga Árskóla á Sauðárkróki þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfum. Strax að því loknu munu Kiwanisfélagar kveikja á ljósakrossunum í kirkjugarðinum en það er ekki síður mikið sjónarspil. Þetta mun vera áttunda árið sem Kiwanisklúbburinn Drangey sér um ljósakrossa í kirkjugarðinum fyrir einstaklingar sem vilja lýsa upp leiði ættingja og vina.
Meira

Emeselausar Stólastúlkur lutu í parket gegn Ármanni

Stólastúlkur léku við lið Ármanns í Kennaraháskólanum í gær í elleftu umferð 1. deildar kvenna. Þetta er í annað sinn í vetur sem liðiin mætast þar og líkt og í fyrra skiptið þá voru það heimastúlkur sem höfðu betur. Lið Tindastóls lék á Emese Vida sem er meidd og mátti liðið illa við því að vera án hennar. Líkt og oft áður í vetur byrjaði lið Tindastóls vel og leikurinn var spennandi fram í miðjan annan leikhluta en þá skildu leiðir. Lokatölur reyndust 89-61.
Meira

Alþingi í eina viku

Í síðustu viku áskotnaðist undirrituðum sá heiður að taka sæti á Alþingi Íslendinga fyrir Miðflokkinn. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi komið á óvart við þingmannsstörfin, en þau eru um margt ólík öðrum störfum sem ég hef tekist á við.
Meira

Góð þátttaka í Starfamessunni

Í gær var Starfamessa haldin í húsakynnum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það er SSNV sem stendur fyrir messuhaldinu. Að sögn Steinunnar Gunnsteinsdóttur, sem var í forsvari messunnar ásamt Freyju Rut Emilsdóttur, þá tókst Starfamessan afar vel en hana sóttu allir nemendur 8.-10.bekkja grunnskólanna á Norðurlandi vestra, um 250-300 nemendur, auk þess sem sýningin var vel sótt af nemendum FNV.
Meira

Leikir helgarinnar hjá yngri flokkum Tindastóls

Það voru nokkrir leikir á dagskrá hjá yngri flokkum Tindastóls um helgina ásamt því að Þór Akureyri stóð fyrir Hreinsitæknimóti sem ætlað var krökkum frá 1.bekk upp í 6.bekk.
Meira

Skagaströnd fékk flest stig á félagssvæði Kjalar

Kjölur stéttarfélag stóð ásamt níu öðrum bæjarstarfsmannafélögum að gerð könnunarinnar Sveitarfélag ársins síðastliðið vor en spurningar í könnuninni voru lagðar fyrir félagsfólk stéttarfélaganna í strörfum hjá sveitarfélögum. Könnunin var gerð í samstarfi við Gallup og byggð upp með hliðstæðum hætti og útnefningar fyrirtækis ársins og stofnunar ársins byggja á. Á starfssvæði Kjalar ríkti mest ánægja meðal starfsmanna Skagastrandar en minnst í Skagafirði.
Meira

Kaldavatnslaust í Túnahverfi seinni partinn

Vegna tenginga vatnsveitu í Nestúni verður lokað fyrir kalda vatnið í efri hluta Túnahverfis eftir hádegi í dag. Göturnar sem um ræðir eru Iðutún, Jöklatún og allar götur þar fyrir ofan.
Meira

Háskólabrú á Sauðárkróki

Miðvikudaginn 30. nóvember verður Keilir með opinn kynningarfund um Háskólabrú í Farskólanum á Sauðárkróki en Keilir er miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum. Þar verður hægt að fræðast um Háskólabrú í staðnámi og fjarnámi sem hægt er að sækja bæði með og án vinnu.
Meira

Eitt sæti laust í Meistaradeild KS í hestaíþróttum

Nú hefur það verið upplýst hvaða dagsetningar eru ætlaðar fyrir Meistaradeild KS í hestaíþróttum keppnistímabilið 2023. Eitt sæti er laust í deildinni og er fyrirhuguð úrtaka föstudaginn 13. janúar í reiðhöllinni Svaðastöðum ef fleiri en eitt lið sækja um.
Meira

Eldur í Steinullarverksmiðjunni

Slökkviliðið Brunavarna Skagafjarðar var kallað út í gær vegna elds í Steinullarverksmiðjunni á Sauðárkróki. Á Facebooksíðu þess kemur fram að tildrög eldsins megi rekja til þess að glóð frá spunavél hafi náð að kveikja eld í hersluofni verksmiðjunnar sem síðar barst í hreinsunarkerfi verksmiðjunnar og kveikt í síum sem þar eru.
Meira