Skagafjörður

40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu

Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira

Steven Gerrard í uppáhaldi :: Liðið mitt Ragnar Þór Jónsson

Ragnar Þór Jónsson, húsasmiður Hofsósi, er Liverpoolmaður og spáði sínu liði í toppbaráttuna en er orðinn eitthvað efins eftir slæma byrjun á þessu tímabili. Hann er þó mun bjartsýnni á gengi liðsins í Meistaradeildinni og spáir toppárangri. Hann hefur einu sinni farið á leik og sá þá gullaldarlið Liverpool spila, og þá voru innan borðs helstu goðsagnir félagsins. Ragnar Þór svarar hér spurningum í Liðinu mínu.
Meira

Fjöldi fólks sótti viðburði á Króknum í dag

Það var stórfín mæting í gamla bæinn á Króknum í dag þegar ljós voru tendruð á jólatrénu fallega úr Sauðárhlíðinni ofan bæjarins. Dagskráin var með hefðbundnum hætti en nokkuð ljóst að eftir tvö ár í Covid-straffi þá var fólk tilbúið að ösla út í myrkrið og rigningarúðann til að eiga notalega stund saman og fagna komu aðventunnar.
Meira

Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra

Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira

130 ára afmæli Sauðárkrókskirkju :: Mörg og mikil tímamót

Stór tímamót eru framundan hjá Sauðárkrókskirkju sem fagnar 130 afmæli en vígsla hennar fór fram þann 18. desember árið 1892. Í tilefni þessa verður haldin hátíðarmessa nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu. Þar mun kirkjukórinn, sem einnig fagnar stórum tímamótum, syngja og halda sérstaka örtónleika eftir athöfn og að því búnu verður boðið í veislukaffi.
Meira

Geiri með fjöldasöng í Miðgarði annað kvöld

„Ég hef verið með þetta í hausnum lengi, að fá fólk til að koma og syngja sjálft. Við reyndum þetta á laugardaginn var á Græna hattinum á Akureyri og troðfylltum hann,“ segir Geirmundur Valtýssonaðspurður út í söngkvöld sem hann verður með í Miðgarði á morgun.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks á morgun

Eftir tveggja ára Covid-hlé býður Rótarýklúbbur Sauðárkróks til ókeypis jólahlaðborðs á ný í íþróttahúsinu á morgun, laugardaginn 26. nóvember milli klukkan 12 og 14.
Meira

Blikar í bóndabeygju í Síkinu

Blikar komu í Síkið í kvöld og mættu þar liði Tindastóls í sjöundu umferð Subway-deildarinnar. Reikna mátti með hörkuleik þar sem Stólarnir hafa verið að ná vopnum sínum að undanförnu eftir meiðslahrjáða byrjun á mótinu en lið Breiðabliks hefur aftur á móti leikið vel og sat fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar ásamt Íslandsmeisturum Vals. Þegar til kom reyndust Stólarnir mun sterkari aðilinn og eftir að hafa unnið annan leikhluta 34-8 þá var í raun aldrei spurning hvort liðið tæki stigin sem í boði voru. Lokatölur voru 110-75.
Meira

Tækifæri til fjárfestingar í gistirýmum á Norðurlandi

Bætt nýting utan háannar, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum er einkennandi fyrir þá stöðu sem blasir við í norðlenskri ferðaþjónustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu KPMG á gistirýmum á Norðurlandi, sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands í haust.
Meira

Hvað gerist þegar kona fer?

Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum þeim sem áhuga hafa á fyrirlestur með Ásdísi Ýr Arnardóttur fjölskyldufræðingi sem ber heitið „Hvað gerist þegar kona fer? Hvernig má styðja við konur sem vilja slíta ofbeldissambandi?“ og fjallar um þær aðstæður og tilfinningar sem gjarnan myndast þegar kona yfirgefur ofbeldissamband.
Meira