Skagafjörður

Áfram ríkjandi suðvestan átt, segja spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar hélt sinn reglulega fund í gær og spáði fyrir um júníveðrið. Í fundargerð kemur fram að þangað hafi mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í kvöld

Tindastóll tekur á móti Þrótti Reykjavík í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld klukkan 19:15. Búist er við hörkuleik enda skilja aðeins tvö stig liðin að í töflunni. Þróttur situr í fjórða sætinu með tíu stig og Tindastóll er í því sjötta með átta stig. 
Meira

Textílverk Philippe Recart á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins

Yfirlitssýning á textílverkum Philippe Recart opnar á morgun 7. júní kl. 16:30 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og stendur út ágústmánuð. Sumaropnun safnsins hófst þann 1. júní og er opið alla daga frá kl. 10 til 17:00. Á Facebook-síðu Heimilisiðnaðarsafnsins segir að Philippe hafi verið einstakur handverks- og listamaður sem lagði áherslu á að viðhalda gömlum íslenskum handverkshefðum sem og að nota íslenskt hráefni og efnivið eins og kostur var.
Meira

Virði en ekki byrði

Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Meira

BSRB hafnar 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk aðfararnótt mánudags án niðurstöðu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB.
Meira

Um 80 félagsmenn Kjalar í Skagafirði í verkfalli

Fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Það þýðir að víðtækar verkfallsaðgerðir BSRB í 29 sveitarfélögum hófust í morgun, mánudaginn 5. júní. Verkföllin ná m.a. til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum í 29 sveitarfélögum og er Skagafjörður eitt þeirra.
Meira

Hryssa synti í Lundey og aftur til baka

Sá fágæti atburður átti sér stað í gær að hross synti út í Lundey í Skagafirði og aftur í land. Líklegt er talið að hryssan hafi verið í hestalátum og verið í graðhestaleit handan Héraðsvatna en straumurinn það sterkur að hann hreif hrossið með sér til sjávar.
Meira

,,Stekk á fólk í nýju prjónlesi og grátbið um nafnið á uppskriftinni,,

Íris Olga Lúðvíksdóttir býr í Flatatungu frammi á Kjálka með Einari sínum Gunnarssyni. Þau eiga þrjú og hálft uppkomið barn sem öll eru langt komin til manns, vel gerð og viti borin sem þau eru. Við búum með sauðfé, nokkur hross og þrjár tíkur og svo sinni ég uppfræðslu barna í framhéraðinu, er með starfsstöð í Varmahlíðarskóla.
Meira

Stefna ekki allir á að vera sexý á sjómannadagsballi í kvöld?

Króksarar halda að venju snemma upp á sjómannadaginn og halda sína SjávarSælu í dag sem hefst með skemmtisiglingu nú um hádegið. Fjölskylduhátíð verður síðan á syðri bryggjunni frá klukkan eitt, hátíðarkvöldverður undir veislustjórn Gísla Einars í Síkinu í kvöld og ef það er ekki nógu sexý fyrir flesta þá mætir mister sexý sjálfur, Helgi Björns, ásamt fríðu föruneyti og heldur uppi fjöri eins og honum einum er lagið.
Meira

Snéru heim með fullt farteski af fróðleik, hugmyndum og innblæstri

Nú aðra vikuna í maí hélt fríður flokkur af landi brott í fimm daga reisu til Noregs. Það voru allt í allt 35 starfsmenn Byggðastofnunar og landshlutasamtakanna sem brugðu undir sig betri fætinum í þeim tilgangi að fræðast um stefnur og strauma, áherslur og verkefni annarra innan byggða-, atvinnu-, nýsköpunar- og atvinnumála. Þessir aðilar, þ.e. Byggðastofnun og landshlutasamtökin, fara reglulega í sameiginlegar náms- og kynnisferðir til nágrannalandanna. Feykir hafði samband við Ragnhildi Friðriksdóttur, sérfræðing á þróunarsviði Byggðastofnunar, sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja ferðina ásamt samstarfsfólki sínu, og spurði aðeins út í ferðalagið.
Meira