Skagafjörður

Fjölgaði um 32 á Norðurlandi vestra

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.041 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2022 til 1. júní 2023 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 294 íbúa. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 136 íbúa, í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 945 íbúa og í Sveitarfélaginu Árborg fjölgaði um 241 íbúa. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 32 á þessu tímabili.
Meira

Boða til mótmæla við Ráðhúsið

Leikskóla- og aðrir starfsmenn sveitarfélagsins, sem nú eru í verkfalli, hafa skipulagt mótmæli fyrir utan Ráðhús Skagafjarðar, nk. mánudag kl. 09:00.
Meira

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks í kvöld

Aðalfundur Leikfélags Sauðárkróks verður haldinn í Leikborg Borgarflöt 19 d í kvöld, fimmtudaginn 8. júní kl. 20:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Að sögn formanns, Sigurlaugar Dóru Ingimundardóttur, varða auk fyrrgreindrar dagskrár, verkefni félagsins sem framundan eru rædd en þau eru m.a. þátttaka í hátíðarhöldum á 17. júní og haustverkefni en ákveðið hefur verið að setja upp barnaleikritið um Benedikt búálf.
Meira

Opið hús í Apótekarastofunni á Blönduósi í dag

Hótel Blönduós verður með opið hús í Apótekarastofunni, nýjustu viðbót í rekstri hótelsins, í dag milli klukkan 17 og 20 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. „Apótekarastofan er gamla apótekið í Gamla bænum á Blönduósi og er á Aðalgötu 8. Við verðum þar með sælkerabúð og kaffihús,“ segir á Facebook-síðu hótelsins.
Meira

Nemendur Árskóla styrkja Utanfararsjóð sjúkra í Skagafirði

Á afmælishátíð Árskóla sem fram fór 16. Maí sl. söfnuðust 413.013 kr. með vöfflu- og pylsu, loppumarkaði og bóksölu.
Meira

Forysta BSRB axli ábyrgð á ákvörðunum sínum

Samband íslenskra sveitarfélaga vísar alfarið á bug fullyrðingum BSRB um meint misrétti í launum milli starfsfólks sem vinnur sömu störf. Í tilkynningu til fjölmiðla segir að sveitarfélögin séu leiðandi á íslenskum vinnumarkaði í baráttunni við kynbundin launamun og vinna markvisst að því að gæta jafnræðis í launum starfsfólks sveitarfélaga í sömu og/eða jafnverðmætum störfum.
Meira

Hjólað um allan heim

Á dögunum afhenti Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga Dagdvöl aldraðra höfðinglega gjöf. Um er að ræða búnað í heilbrigðistækni svo kallaðan Motiview búnað sem samanstendur af sérstöku hjóli, tölvubúnaði og sjónvörpum. Hjólið er tengt við tölvu og skjá og í gegnum sérstök forrit er hægt að hjóla svo að segja um allan heim og njóta náttúru og mannlífs sem birtist á skjánum um leið og hjólað er. Hægt er að hafa hjólið eingöngu fótstigið en einnig er hægt að hjóla bara með höndunum eða hvort tveggja.
Meira

Nóg um að vera á Prjónagleðinni um helgina

Prjónagleðin verður haldin um helgina á Blönduósi þar sem allir eru velkomnir, sérstaklega prjónafólk. Hátíðin stendur frá föstudeginum 9. – 11. júní en hitað verður upp í kvöld í Apótekarastofunni að Aðalgötu 8. Prjónagleðin er fyrir alla sem hafa einhvern snefil af áhuga á prjónaskap og skemmtilegum viðburðum, segir Svanhildur Pálsdóttir, viðburðastjóri Prjónagleðinnar.
Meira

Römpum upp Ísland komið í Skagafjörð

Römpum upp Ísland er komið í Skagafjörð og áætlað er að byggja átta rampa þar í þessari atrennu.
Meira

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni

Traust búseta og fjölskylduvænt samfélag á landsbyggðinni felst í öruggu aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu, menntun, heilnæmu umhverfi, traustum fjarskiptum, samgöngubótum og fjölbreyttum atvinnutækifærum við allra hæfi.
Meira