Skagafjörður

Titlinum fagnað í troðfullum Miðgarði - Myndasyrpa

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið í Miðgarði föstudaginn 19. maí að viðstöddu fjölmenni. Mikil gleði var við völd hjá þeim 330 manns sem sóttu hófið enda Tindastólsfólk í sæluvímu eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum kvöldinu áður.
Meira

Ásdís og Guðmar verðlaunuð fyrir góðan námsárangur

Þriðja árs nemendur við Hestafræðideild Háskólans á Hólum héldu reiðsýningu síðastliðinn laugardag í tengslum við útskrift þeirra frá skólanum. Við tilefnið voru veitt tvenn verðlaun fyrir góðan árangur í náminu. Að þessu voru það tveir Skagfirðingar sem hlutu þau.
Meira

Söfnun fyrir Snorra bakara lýkur í dag með hamborgaraveislu á Wok

Líkt og mörgum er enn í fersku minni varð Snorri Stefánsson, bakari og eigandi Sauðárkróksbakarí, fyrir því áfalli fyrir stuttu að keyrt var inn í bakaríið hans aðfararnótt 14. maí. Snorri hafði þá nýverið keypt bakaríið.
Meira

OK færði viðskiptavinum sínum óvæntan glaðning í tilefni af titli

Það er óhætt að fullyrða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Stólanna svífi enn á sæluskýji eftir lið Tindastóls nældi loks í Íslandsmeistaratitilinn í körfubolti. Árangurinn hefur vakið mikla og jákvæða athygli og gaman að fylgjast með því hversu margir hafa samglaðst Tindastólsfólki og Skagfirðingum. Nú í morgun fengu síðan 27 viðskiptavinir OK (Opinna Kerfa) á Sauðárkróki óvæntan glaðning því fyrirtækið, sem er með útibú á Króknum, hafði fengið Sauðárkróksbakarí til að baka veglega súkkulaðitertu til að færa viðskiptavinum sínum í tilefni meistaratitilsins.
Meira

Varmahlíðarskóli gerir það enn og aftur gott í Skólahreysti

Úrslitin í Skólahreysti fóru fram á laugardaginn en einn skóli af Norðurlandi vestra náði inn í úrslit. Þarna var um að ræða Varmahlíðarskóla í Skagafirði sem hafði áður sigrað annan undanriðilinn sem fór fram á Akureyri í lok apríl. Að sjálfsögðu stóðu hreystimenni skólans sig með mikilli prýði en eftir hörkuskemmtilega og spennandi keppni endaði Varmahlíðarskóli í fimmta sæti en tólf skólar kepptu í úrslitum.
Meira

Sigtryggur Arnar áfram á Króknum

Blekið er vart þornað úr penna formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls því skömmu eftir að skrifað var undir samning við Drungilast mætti Sigtryggur Arnar Björnsson að samningaborðinu með Degi Þór Baldvinssyni til að rita nafn sitt undir framlengdan samning um að hann leiki með liðinu næstu tvö árin.
Meira

Vildi að sigurkvöldið tæki aldrei enda

„Það var einstaklega ljúft, gæti alveg vanist því. Eftir góðan svefn var hugurinn samt strax kominn í loka augnablik leiksins og að endurupplifa það þegar leiktíminn rann út og stíflan brast með öllu tilfinningaflóðinu sem því fylgdi,“ sagði Helgi Margeirs, annar aðstoðarþjálfari Tindastóls, þegar Feykir innti hann eftir því hvernig hefði verið að vakna sem Íslandsmeistari sl. föstudagsmorgun.
Meira

Drungilas semur til tveggja ára

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Adomas Drungilas skrifuðu fyrir stundu undir samning þess efnis að hann haldi áfram að leika með Tindastól næstu tvö árin. Undirritunin fór fram á sviði Atvinnulífssýningarinnar, sem nú stendur yfir á Króknum, við mikinn fögnuð viðstaddra.
Meira

Mikið um að vera á atvinnulífssýningu á Króknum : Myndasyrpa

Í dag heldur atvinnulífssýningin Skagafjörður : Heimili Norðursins áfram þar sem fjölbreytileiki héraðsins er kynntur í hinum ýmsu málum er viðkemur góðu samfélagi.
Meira

Óli Arnar næsti ritstjóri Feykis

Breytingar verða á ritstjórn Feykis, svæðisfréttablaði Norðurlands vestra, þegar Óli Arnar Brynjarsson tekur við ritstjórastarfinu þann fyrsta ágúst nk. af Páli Friðrikssyni, sem gegnt hefur því embætti í tíu ár samanlagt. Ekki þurfti langt að leita að eftirmanni Páls því Óli Arnar hefur starfað hjá Nýprenti í 18 ár og unnið að einu eða öðru leyti við Feyki í tæp 20 ár.
Meira