Skagafjörður

Starfsmann vantar í Fab Lab

Fab Lab Sauðárkrókur leitar nú að starfsmanni til að hanna og skrá (github) verkefni á sviði KiCad rafrásahönnunar og forritunar. Verkefnin verða síðar notuð til kennslu í grunn- framhalds- og háskólum eins og hentar hverju sinni. Í tilkynningu frá Labbinu er gerð krafa um íslensku og/eða ensku kunnáttu.
Meira

Ashouri í bann eftir olnbogaskot í andlit Hugrúnar

Það er ekki bara Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður FH, sem þarf að þola það að vera settur í bann fyrir fólskubrot í fótboltanum því Shaina Faiena Ashouri, leikmaður FH í Bestu deild kvenna, hefur einnig verið úrskurður í eins leiks bann eftir atvik sem varð í leik Tindastóls og FH þann 7. maí síðastliðinn er hún gaf Hugrúnu olnbogaskot í andlitið.
Meira

Brosið allsráðandi á afmælisdegi Árskóla

Árskóli á Sauðárkróki fagnaði 25 ára afmæli þann 16. maí síðastiðinn og það eitt og annað gert til að fagna tímamótunum. Feykir hafði samband við listamanninn Guðbrand Ægi Ásbjörnsson, myndmenntakennara með meiru, og sagði hann alla árganga skólans hafa verið með viðburði eða verkefni í sínum stofum eða í matsalnum. „Loppumarkaður á þekjunni, bóksala í tveimur stofum og veitingasala var í matsalnum,. Svo stýrði Logi dansi í íþróttahúsinu en þar voru vinaliðar líka með sína leiki,“ segir Ægir sem hannaði afmælismerki í tilefni tímamótanna.
Meira

„Ég held að geggjun sé vægt til orða tekið“

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgst hafa með vegferð Tindastóls í gegnum úrslitakeppnina að það eru flestallir stuðningsmenn liðsins merktir Stólunum í bak og fyrir. Það er Þröstur Magnússon í Myndun á Sauðárkróki sem hefur eytt ófáum klukkutímunum í að framleiða allt milli himins og jarðar svo allir sem vilja geti borið Tindastólsmerkið með stolti. Í lokaviku einvígis Vals og Tindastóls bættist síðan við heilmikil prentun vegna atvinnulífssýningar á Króknum og framleiðsla á sérstökum Íslandsmeistarabolum en salan hefur farið frábærlega af stað.
Meira

KS styrkir Bocuse d´Or akademíuna

Á síðari degi atvinnulífssýningarinnar, sem haldin var á Sauðárkróki um helgina, var undirritaður samningur milli Kaupfélag Skagfirðinga og Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi, um að félagið haldi áfram að vera aðalstyrktaraðili meistarakokkanna en akademían stendur að baki landsliði matreiðslumanna sem þátt taka hverju sinni í alþjóðlegu Bocuse d´Or keppninni.
Meira

2.276.700 krónur söfnuðust handa Sauðárkróksbakaríi

Íbúar Skagafjarðar tóku heldur betur höndum saman þegar á þurfti nú á dögunum, en rúmar 2.2 milljónir söfnuðust fyrir Snorra Stefánsson, eiganda Sauðárkróksbakarís. Snorri varð fyrir miklu tjóni aðfaranótt 14. maí er bíl var ekið inn í bakaríið.
Meira

„Betri vinnutími“

Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel.
Meira

75 ára afmælishátíð Byggðasafns Skagafjarðar á annan í hvítasunnu

Byggðasafn Skagafjarðar fagnar 75 ára afmæli mánudaginn 29. maí og í tilefni af því verður blásið til afmælishátíðar í Glaumbæ þann sama dag frá kl. 14:00 til 17:00. Það verður heldur betur þétt dagskrá fyrir sem hentar bæði ungum og öldnum til dægrastyttingar á annan í hvítasunnu.
Meira

Gult ástand á landinu í dag

Gul viðvörun vegna veðurs hefur þegar tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og miðhálendið og mun taka gildi síðar á hverjum landshlutanum af öðrum, utan Austfirði sem sleppa alveg að þessu sinni.
Meira

Mette sigursæl á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamót UMSS og Skagfirðings fór fram síðastliðna helgi á Hólum í Hjaltadal. Mótið var vel sótt og sáust flottar sýningar og einkunnir. Öðrum framar í meistaraflokki stóð Mette Mannseth en hún sigraði í öllum hringvallagreinum og 100 metra flugskeið þar að auki.
Meira