Skagafjörður

850 grunnskólanemar heimsóttu 1238

Skagafjörður nýtur mikilla vinsælda sem áfangastaður grunnskólanema sem eru að ljúka grunnskólagöngu sinni og í lok maí fram í miðjan júní leggur mikill fjöldi 10. bekkinga leið sína um fjörðinn. Sýninguna 1238 heimsóttu í ár tæplega 850 grunnskólanemar í skólaferðalagi, en auk 10.bekkinga af landinu öllu komu nokkrir hópar yngri nemenda úr nærliggjandi skólum og svæðum.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga 75 ára - Ylfa Leifsdóttir skrifar

Af tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar á safnsvæðinu í Glaumbæ þann 29. maí síðastliðinn. Þrjár nýjar sýningar opnuðu á safnsvæðinu: á Áshúslofti opnaði sýningin „Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár“ sem mun standa út þetta ár, í Gilsstofu opnaði varanleg sýning á neðri hæðinni sem fjallar um sögu Gilsstofunnar og Briem fjölskylduna, en á efri hæðinni opnaði sýningin „Hér stóð bær“ sem mun standa næstu árin og fjallar um skráningu Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum.
Meira

Siglufjarðarskarðsgöng númer tvö í forgangsröðun jarðgangaáætlunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti í gær tillögu að samgönguáætlun til fimmtán ára, 2024-2038. Samhliða henni er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun með forgangsröðun jarðgangakostum.
Meira

„Ormurinn langi“ kominn með höfuð

„Skemmtilegt verkefni fyrir krakka er að fara í gang við Faxatorgið,“ segir í innslagi Ingibjargar Huld Þórðardóttur á Facebook-síðunni Skín við sólu, en við torgið er komið snákshöfuð, málað á grjót, og markar upphaf grjótorms. Hugmyndin er að snákurinn lengist við hvern stein sem bætist við.
Meira

Valur með refsivöndinn gegn Stólum í Bestu deild kvenna

Stólastúlkur fengu rassskellingu á Origo vellinum í gær er þær mættu Val, efsta liði Bestu deildarinnar. Þetta var leikur kattarins að músinni þar sem Valskonur höfðu öll völd á vellinum og lönduðu 5-0 sigri.
Meira

Landbúnaðarháskóli Íslands tekinn við formennsku NOVA

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur tekið við formennsku NOVA University Network til næstu þriggja ára. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur við af Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð (SLU) sem gegnt hefur formennsku á undanförnum árum.
Meira

Tindastóll mætir Val í kvöld í Bestu deildinni

Stelpurnar í Tindastól eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld er þær heimsækja Valsstúlkur á Origo völlinn á Hlíðarenda í 8. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Valur trónir á toppnum með 16 stig eftir fimm sigra, eitt jafntefli og einn tapleik. Stólar eru hins vegar í 7. sæti með 8 stig eftir tvo sigra og tvö jafntefli.
Meira

Tölfræði 153. löggjafarþings

Þingfundum 153. löggjafarþings var frestað sl. föstudag, 9. júní 2023 en þingið var að störfum frá 13. september til 16. desember 2022 og frá 23. janúar til 9. júní 2023.
Meira

Körfuboltasamfélagið á Króknum :: Áskorandapenninn Jón Brynjar Sigmundsson brottfluttur Króksari

Ég ætla að byrja á því að þakka Kalla, móðurbróður mínum, fyrir að skora á mig að skrifa þennan pistil. Þegar þetta er ritað er fyrsti leikur í einvíginu á milli Stóla og Vals búinn og unnu Stólar, eins og allir vita, fyrsta leikinn og tóku heimavallarréttinn af Valsmönnum.
Meira

Á Þverárfjallsleið um Biskupskeldu :: Hörður Ingimarsson skrifar

Horft í austur frá bænum Þverá í Norðurárdal. Hvammshlíðarfjall rís hæst með bogadreginni fönn þar sem heitir Fosshlíð. Þar sem fönnin endar ofar miðri mynd tekur við ávöl dyngja í framhaldi Hvammshlíðarfjalls sem heitir Þverárfjall. Í forgrunni myndar er afleggjarinn frá norðri til suðurs heim að Þverá. Litlu ofar er Þverárgilið en samnefnd á rennur til suðurs í Norðurána. Ofan gilbarmsins má sjá gamla Þverárfjallsveginn sem kominn var um 1928.
Meira