Skagafjörður

Um 700 manns heimsóttu Glaumbæ á 75 ára afmælishátíð

Í tilefni 75 ára afmælis Byggðasafns Skagfirðinga var boðið til afmælishátíðar með skemmtun og fróðleik í Glaumbæ sl. mánudag. Mikið líf og fjör var á safnsvæðinu, áhugaverðar sýningar og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla aldurhópa.
Meira

Fjörufugl, skrautlegur og kvikur

Þeir eru margir hverjir litskrúðugir fiðruðu ferðalangarnir sem staldra við á Íslandi áður en haldið er til fjarlægari landa líkt og tildran sem velti til smásteinum og rótaði í fjörugróðri í höfninni á Sauðárkróki í gær. Var hún í góðum félagsskap æðarfugla, kría og tjalda er blaðamaður reyndi að ná fuglinum á mynd sem féll vel inn í umhverfið og ekki endilega gott að koma auga á fyrr en hann hreyfði sig.
Meira

Sveitarstjórnir við krefjumst jafnréttis! – Áskorun félagsmanna sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum

Á heimasíðu Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, má sjá að á þriðja degi í verkfalli félagsmanna sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum komu þau sama á samstöðufundi í gær og sendu frá sér eftirfarandi áskorun:
Meira

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er 1. júní

Deginum er fagnað víða um heim og á Íslandi eru mjólkurframleiðendur hvattir til að birta myndir úr sveitum sínum á Instagram undir myllumerkinu #mjólkurdagurinn og merkja @baendasamtokin svo hægt sé að dreifa boðskapnum.
Meira

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum

Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Meira

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum

Strandveiðitímabilið hófst 2. maí sl. í fimmtánda sinn frá því strandveiðum var komið á í núverandi mynd. Einungis 10.000 tonn af þorski eru í strandveiðipottinum á veiðitímabilinu sem stendur í 48 daga frá maí til ágúst. Líklegt er að veiðum verði hætt fyrr og veiðidagar verði færri 48 vegna skorts á aflaheimildum. hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemur tæpum fimm prósentum.
Meira

Komið að leiðarlokum :: Helgi Rafn Viggósson fyrirliði Tindastóls í viðtali

Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að brotið var blað í sögu íþróttanna, ekki bara í Skagafirði, heldur á Norðurlandi vestra, þegar Tindastóll landaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta sl. fimmtudag í Origo höllinni á Hlíðarenda, heimavígi Vals sem þá var handhafi allra titla efstu deildar. Mikla vinnu og mörg tonn af svita og blóði hefur kostað að ná þessum eftirsótta árangri og það veit fyrirliðinn manna best, Helgi Rafn Viggósson, sem nú hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feykir heyrði í kappanum daginn eftir oddaleikinn mikla.
Meira

Meðganga brúar á Laxá í Refasveit - Myndasyrpa

20. apríl 2022 til 20. apríl 2023 Brúin varð 106 metra löng, 14 metra há frá yfirborði árinnar, um átta mannhæðir og u.þ.b. tíu metra breið.
Meira

Oddfellow lætur gott af sér leiða – Viðtal við regluformenn

Það var á seinni hluta marsmánaðar að reglusystkin Oddfellow á Sauðárkróki opnuðu heimili sitt fyrir heimamönnum og nærsveitarfólki og nýttu fjölmargir tækifærið og litu augum húsakynnin sem óhætt er að segja að lýsa sem stórglæsilegu eftir gagngerar endurbætur og stækkun. Við þetta tækifæri voru afhentar höfðinglegar gjafir til nokkurra stofnana á Norðurlandi vestra.
Meira

Alls voru 146 nemendur brautskráðir frá FNV

Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var slitið í 44. sinn við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 26. maí 2023 að viðstöddu fjölmenni. Alls brautskráðust 146 nemendur af 15 námsbrautum og hafa nú 3100 nemendur brautskráðst frá skólanum frá upphafi skólahalds haustið 1979. Feykir er ekki alveg með það á kristaltæru en sennilega hafa aldrei jafn margir nemendur brautskráðst og nú.
Meira