Skagafjörður

Dreifingu fjölpósts hætt

Íslandspóstur ákvað að hætta alfarið að dreifa fjölpósti við upphaf árs 2024. Fyrir fjórum árum var hætt að dreifa fjölpósti á suðvesturhorni landsins. Íbúar á því svæði urðu þó ekki varir við það enda er þar virk samkeppni um verkefnið og önnur fyrirtæki tóku að sér að dreifa fjölpósti. Það má hins vegar ætla að víða í dreifbýli og á minni þéttbýlisstöðum muni enginn grípa boltann. Því muni íbúum ekki lengur berast fjölbreytt efni sem hingað til hefur verið dreift með fjölpósti.
Meira

Skagabyggð tekur upp samræmt flokkunarkerfi fyrir sorp

Á vef Skagabyggðar segir að í dag, þriðjudaginn 9. janúar, sé áætlað að aðilar frá Íslenska Gámafélaginu fari um Skagabyggð og heimsæki íbúa til þess að leiðbeina þeim varðandi flokkun á heimilisúrgangi en áramótin 22/23 tóku í gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þær breytingar fela í sér flokkun í fjóra úrgangsflokka; pappír og pappi, plast, matarleifar og blandaður úrgangur og var þessi flokkun tekin upp í Skagafirði í byrjun mars 2023 og gengið vel.
Meira

Grásleppuvertíðin árið 2023

Á heimasíðunni aflafrettir.is hefur Gísli Reynisson í Reykjanesbæ tekið saman alls konar lista varðandi veiðar fyrir árið 2023 og er við hæfi að byrja á að skoða hvernig grásleppuveiðarnar voru fyrir Norðurland vestra. Á listanum eru 165 bátar en því miður þá náði enginn bátur frá þessu svæði á topp 10 listann en sá fyrsti er í 48. sæti.
Meira

Uppbygging við Flúðabakka á Blönduósi

Húnabyggð skrifaði undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu átta íbúða við Flúðabakka.  Fimm íbúðir eru í fyrsta áfanganum sem áætlað er að hefjist sem fyrst. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir fólk eldri en 60 ára.
Meira

Öruggur sigur Tindastóls í Garðabænum

Lið Tindastóls mætti unglingaflokki Stjörnunnar í 1. deild kvenna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ í dag. Hlutskipti liðanna er ólíkt þar sem Stjörnustúlkur hafa unnið einn leik í vetur en lið Tindastóls í toppbaráttu eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þær héldu uppteknum hætti í dag og unnu öruggan sigur, 59-100, og sitja nú toppi 1. deildar með 14 stig, líkt og KR og Ármann, en eiga leik til góða.
Meira

Sunnanvindar og hiti í kortunum

Það hefur hlánað talsvert í dag á Norðurlandi vestra og á þjóðvegum er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Greiðfært er þó á Hrútafjarðarhálsi, í Hrútafirði og yfir Holtavörðuheiði. Á Sauðárkróki er nú víða glerhálka enda snjóþyngra innan bæjar en utan þar sem snjór safnast meira saman og erfiðara er að moka göturnar. Reikna má með að ástandið sé svipað í öðrum þéttbýliskjörnum og því vissara að stíga hægt til jarðar og fara varlega akandi.
Meira

„Hjálpar ekki þegar við hittum illa sem heild“

„Varnarlega fannst mér við flottir, vorum samt að leyfa þeim að sækja aðeins of mörg sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skoruðu þeir slatta af stigum upp úr því en það lagaðist í seinni. Sóknarlega er það sem klikkaði meira og minna allan leikinn,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað hefði klikkað í gær í tapleik gegn liði Álftaness í Subway-deildinni.
Meira

Afbrotum á svæði Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fjölgar um 15% milli ára

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Sprækir Álftnesingar spóluðu yfir Stóla

Tindastólsmenn tóku á móti liði forseta Íslands, Áltftanesi, í Síkinu í gær og að sjálfsögðu var Guðni mættur. Því hefur stundum verið haldið fram að Stólarnir mæti jafnan til leiks eftir áramót haldnir illvígri hátíðaþinnku, sama hverjir eru í liðinu, og sú var raunin í gær þó ekki megi gera lítið úr frammistöðu gestanna frá Álftanesi sem eru firnasterkir. Frammistaða Stólanna var hins vegar langt undir pari og sóknarleikurinn dapur. Gestirnir leiddu nær allan leikinn og eftir að Tóti minnkaði muninn í eitt stig í fjórða leikhluta þá pökkuðu þeir meisturunum okkar saman og lönduðu sterkum sigri. Lokatölur 68-80.
Meira

Fyrsta barn ársins á Akureyri frá Sauðárkróki

Í frétt sem Vikublaðið gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta segir að fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir (Ingimundar tannlæknis) og Jóhann Helgason.(Helga á Reynistað). Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
Meira