Skagafjörður

Gekk á ýmsu í Ljómarallý í Skagafirði

Það gekk á ýmsu þegar 3. umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór fram í Skagafirði sl. laugardag. Ljómarallý í Skagafirði hefur verið árviss viðburður, síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi.
Meira

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ orðin aðgengileg á netinu

Mótaskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er nú orðin aðgengileg á netinu. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur.
Meira

Skagfirðingabraut lokuð að hluta um helgina og opnunartímar sundlauga

Vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer um helgina verður Skagfirðingabraut að hluta til lokuð frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00.
Meira

Guðrún Ösp ráðin forstöðumaður Iðju-hæfingar

Guðrún Ösp Hallsdóttir, þroskaþjálfi, hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Iðju-hæfingar en frá því er greint á vef Skagafjarðar.
Meira

Aníka Linda gengur til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls heldur áfram að styrkja kvennaliðið og hefur nú samið við Aníku Lindu Hjálmarsdóttur sem kemur til Tindastóls frá ÍR.
Meira

Samkomutjöldin risin á Unglingalandsmótssvæðinu

Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í gær tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ.
Meira

Beint frá býli dagurinn - 15 ára afmælishátíð

Í tilefni af 15 ára afmæli Beint frá býli félagsins, verður blásið til afmælishátíðar um land allt 20. ágúst.
Meira

Hugsjón, sérviska og þrái : Reiðskóli Ingimars Pálssonar 40 ára

Það eiga ófáir góðar minningar af reiðnámskeiði hjá Ingimari Pálssyni á Sauðárkróki enda allmörg ár síðan reiðskólinn hóf göngu sína eða heil fjörtíu. Ingimar lætur ekki deigan síga þó árin hellist yfir hann líkt og skólann en fyrr í sumar fagnaði hann 77 ára afmæli sínu. Feykir tók hús á hestamanninum síunga einn góðan veðurdag fyrr í sumar, rétt áður en farið var í reiðtúr með hóp áhugasamra hestakrakka á reiðnámskeiði.
Meira

Áslaug Arna heimsótti Háskólann á Hólum

Á vef Stjórnarráðsins segir frá því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hafi heimsótt Háskólann á Hólum í síðustu viku ásamt ráðuneytisstjóra og kynnt sér starfsemina. Fram kemur að mikil og ánægjuleg aukning á fjölda nemenda hafi orðið við háskólann, þá sérstaklega við fiskeldis- og fiskalíffræðideild, sem kallar á frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir það nám.
Meira

Hólahátíð :: Gísli Gunnarsson Hólabiskup skrifar

Hólahátíð hefur verið haldin árlega í 17. viku sumars allt frá stofnun Hólafélagsins árið 1964, eða í tæp sextíu ár. Áður voru svipaðar hátíðir haldnar í kringum 1950 þegar turninn var reistur við Hóladómkirkju, en þá var þess minnst að fjögur hundruð ár voru liðin frá aftöku Jóns Arasonar biskups og sona hans tveggja, Björns og Ara. Á þessu ári eru liðin 260 ár frá vígslu Hóladómkirkju.
Meira