Stóri plokkdagurinn á sunnudaginn, 27. apríl

Ómar Bragi og fyrrverandi forseti Íslands Guðni Th. að plokka saman á góðum degi. Mynd tekin af Facebook-síðunni Skín við sólu.
Ómar Bragi og fyrrverandi forseti Íslands Guðni Th. að plokka saman á góðum degi. Mynd tekin af Facebook-síðunni Skín við sólu.

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 27. apríl næstkomandi og þá plokka landsmenn sem aldrei fyrr. Eftir veturinn bíður okkar heilmikið verkefni við að hreinsa allt sem undan snjónum kom ásamt öllu öðru rusli sem finnst á víðavangi.

Ómar Bragi Stefánsson hvetur Skagfirðinga til að plokka í sinni götu og hreinsa rusl sem hefur fokið til og safnast við götur og stíga. Plokkið er góð útivera hvort sem það er í félagsskap með dýrum og/eða mannverum eða jafnvel bara með góða tónlist í eyra. Þá er tilvalið að bjóða yngri kynslóðinni með og kenna þeim handtökin því margar hendur vinna létt verk.

Plokkið er því:

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nær samfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

STÓRI Plokkdagurinn er nú eitt af verkefnum Rótarý hreyfingarinnar á Íslandi og um miðjan mars sl. kom tilkynning þess efnis á Facebook-síðunni Plokk á Íslandi og sagði Feykir frá því á sínum tíma. Þá eru allir hvattir til að deila sigrum sínum á ruslinu með jákvæðum fréttum inni á Facebook-síðunni Plokk á Íslandi á þessum degi og allt árið um kring.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir