Fyrsta barn ársins á Akureyri frá Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
05.01.2024
kl. 14.45
Í frétt sem Vikublaðið gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta segir að fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir (Ingimundar tannlæknis) og Jóhann Helgason.(Helga á Reynistað). Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
Meira