Skagafjörður

Hefur alla tíð verið mikill sveitamaður og samgróinn sveitinni :: Viðtal við Róar Jónsson 100 ára

Á dögunum fagnaði Róar Jónsson á Sauðárkrói aldarafmæli sínu en hann má efalaust telja með hressari mönnum á hans aldri, býr enn heima og sér um sig og heimilið sjálfur. Feykir reyndi að ná á honum á sjálfan afmælisdaginn en greip í tómt þar sem hann hafði brugðið sér í næstu sýslu og þegið heimboð dóttur sinnar og fjölskyldu. Var hann fús til að veita viðtal daginn eftir.
Meira

Fenderinn hefur farið í gegnum ca. 1600 dansleiki

Það er Hörður Gunnar Ólafsson sem svarar „Hljóðfærinu mínu“ að þessu sinni. Frá Sauðárkróki kemur hann og hefur verið tónlistarmaður frá fyrstu framkomu í barnaskólanum árið 1965 og síðan verið viðloðandi tónlistarflutning og tónsmíðar alla tíð. Hörður lærði tannsmíðar í Tannsmíðaskóla Íslands árin 1972-1975, rak tannsmíðastofu á Sauðárkróki frá 1976-2005 og vann síðan í Reykjavík við tannsmíðar til 2020 eða 48 ár með vinnunni á námstímanum.
Meira

Vér mótmælum öll !

Nú þegar strandveiðarnar eru sigldar í strand með einu pennastriki ráðherra og stöðvaðar yfir hábjargræðistímann, þegar allt er vaðandi af þorski á grunnslóð þá er ekki skrítið að sjómenn rísi upp og mótmæli við Alþingishúsið á laugardaginn aðgerðarleysi stjórnvalda við að efla og tryggja Strandveiðar í 48 daga !
Meira

Á sjöunda tug manna biðu þess að Skagfirðingabúð opnaði í morgun

Skagfirðingabúð opnaði klukkan 10:00 í morgun líkt og vanalega. Það var þó óvenjulegt að fjöldi fólks beið fyrir utan búðina, hátt í á sjöunda tug manns. Ástæðan fyrir því er að vísu ekkert óeðlilegt, Skagfirðingabúð fagnar 40 ára afmæli um þessar mundir og í tilefni þess er 40% afsláttur á völdum vörum.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Sauðárkróki fer vel af stað

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina er hafin og fer vel af stað að sögn skipuleggjenda.
Meira

Pétur flaggar líkt og fyrir 40 árum

Feykir sagði í vikunni frá því að Skagfirðingabúð á stórafmæli á morgun. Í tilefni af 40 ára afmælinu verður flaggað við Skagfirðingabúð og þótti við hæfi að fá vanan mann til verksins, nefnilega Pétur Pétursson frá Álftagerði sem dró einmitt fána að húni í tilefni af opnun Skagfirðingabúðar fyrir 40 árum.
Meira

Gítarspil og sögur í boði Bjössa Thor

Eitt helsta gítarséní landsins, Bjössi Thor einsog hann er venjulega kallaður, heldur tónleika á Hólum í Hjaltadal íkvöld, 13 júlí, og hefjast þeir kl 20.00. Í kynningu á viðburðinum segir að Bjössi muni fara yfir gítarsöguna og spila mörg af sínum uppáhalds lögum.
Meira

Byggðarráð leggur til að auka skrifstofurými í Skagafirði

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar, 12. júlí sl., lagði meirihluti byggðarráðs það til að sveitarstjóra verði falið að gera tillögu að stofnun fasteigna- og rekstrarfélags með aðkomu fleiri aðila, sem myndi hafa það að markmiði að auka skrifstofurými í Skagafirði.
Meira

Dalakaffi er falin perla

Unadalur í austanverðum Skagafirði er ekki beinlínis í alfaraleið og alla jafna ekki margir sem hafa lagt leið sína þangað inn. Allt er þó breytingum háð og nú er komið visst aðdráttarafl í þennan fallega dal því fyrir rúmu ári opnaði Dalasetrið í fallegu umhverfi á Helgustöðum í Unadal fyrir gestum. Fyrir um mánuði var bætt um betur en eftir tveggja ára undirbúning var kaffihús opnað á staðnum og kallast Dalakaffi.
Meira

Kotið í Hegranesi til sýnis á laugardaginn

Í tilefni af 20 ára afmæli fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga eru allir boðnir velkomnir í Kotið í Hegranesi laugardaginn 15. júlí. Þar verður deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafnsins, Ásta Hermannsdóttir, ásamt teymi bandarískra fornleifafræðinga, og munu þau fræða gesti og gangandi um uppgröftinn.
Meira