Skagafjörður

Fyrsta barn ársins á Akureyri frá Sauðárkróki

Í frétt sem Vikublaðið gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta segir að fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur, 3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir (Ingimundar tannlæknis) og Jóhann Helgason.(Helga á Reynistað). Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.
Meira

Jólakrossgáta Feykis

Frábær þátttaka var í jólakrossgátu Feykis sem birt var í síðasta blaði liðins árs. „Jólakveðjublaðinu“ og þökkum við ykkur sem tókuð þátt kærlega fyrir. Þrír voru dregnir út og fá að launum bók og súkkulaði. Vinningshafar voru að þessu sinni sem hér segir: 
Meira

„Litla sveitastúlkan“ fékk ekki Óskarinn

Val á Íþróttamanni ársins 2023 fór fram á Hilton hótelinu í Reykjavík í gærkvöldi. Tíu íþróttamenn voru tilnefndir og var það handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem fór heim með verðlaunagripinn eftirsótta, sigraði kosningu íþróttafréttamanna með nokkrum yfirburðum og er vel að heiðrinum kominn. Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls, voru á staðnum enda Pavel tilnefndur sem þjálfari ársins og meistaralið Tindastóls sem lið ársins.
Meira

SSNV auglýsir eftir tilnefningum

SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2023. Í frétt á heimasíðu SSNV segir að þetta sé í fimmta sinn sem viðurkenningin verður veitt og gert er ráð fyrir að hún verði afhent í mars 2024.
Meira

„Ég er einn af þessum útlendingum!“

Síðast heimsótti þátturinn Dagur í lífi brottfluttra Hrútfirðinginn Laufeyju Skúla og fjölskyldu í Köben á litla Sjálandi og það næst því ekki að keyra upp langa atrennu til að taka risa stökk út í heim. Við náum þó að stökkva til vesturs yfir Jótland og Norðursjóinn og lendum í Warwickskíri í Englandi miðju en þar býr Birgir Óli Sigmundsson ásamt fjölskyldu sinni. Þau búa í bænum Warwick sem telur um 35 þúsund íbúa og Biggi Óli starfar við að kenna stærðfræði í grunnskóla
Meira

Atli Freyr sigraði á lokamóti ársins hjá GSS

Lokamót ársins hjá Golfklúbbi Skagafjarðar fór fram á Flötinni þann 30. desember síðastliðinn. Spilað var á Pepple Beach vellinum í Trackman en í húsakynnum GSS við Borgarflöt er hægt að spila golf á hinum ýmsu völlum víðsvegar um heiminn í golfhermi klúbbsins.
Meira

Gamlárshlaupið áfram árlegt, Árni afhenti keflið

Allmörg ár eru síðan sýnilegur og jafnframt fjölmennur hópur fólks setti svip sinn á Sauðárkrók. En þá fór um bæinn, holt, heiðar og nær sveitir hópur fólks, í hvers lags veðri, hlaupandi eða gangandi og hélt oftar en ekki til við Sundlaug Sauðárkróks. Þetta var Skokkhópurinn, sem varð til með samvinnu íþróttakennara í bænum og var virkni hópsins mikil, til lengri tíma.
Meira

Byggðasafn Skagfirðinga toppar sig í gestafjölda

Byggðasafn Skagfirðinga heldur áfram að toppa sig í gestafjölda. Í áramótakveðju safnsins var sagt frá því að starfsfólkið hefði tekið á móti 69.060 manns á árinu sem nú er liðið. Svo það er óhætt að segja að þau hafi haft í nægu að snúast hjá Byggðasafninu. Þetta eru 5.893 gestum fleira en heimsóttu safnið í fyrra en þá voru 63.167 manns sem komu í heimsókn.
Meira

Karólína í Hvammshlíð valin Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra nú yfir jólin og lauk kosningu á hádegi á nýársdag. Valið stóð á milli átta aðila og var hægt að kjósa á Feykir.is eða senda inn atkvæði á skrifstofu Feykis. Alls voru það 1640 sem kusu og varð niðurstaðan sú að Karólína í Hvammshlíð, hvunndagshetja og baráttukona, reyndist öruggur sigurvegari, fékk 47% atkvæða og telst því vera Maður ársins 2023 á Norðurlandi vestra.
Meira

Munum bara að lífið er núna

Það er dama úr Blönduhlíðinni, Sigríður Garðarsdóttir í Miðhúsum, sem svarar síðasta uppgjörinu í Feyki fyrir árið 2023. „Kona á mínum aldri er gjarnan með óskipulagðan verkefnalista. Þegar eitthvað aðkallandi berst fyrir mínar dyr er það afgreitt og leyst,“ segir Sigga eldhress þegar Feykir spyr hvað hún sé að bardúsa þessa dagana.
Meira