Skagafjörður

Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn

Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Meira

Skagafjörður auglýsir lausar stöður tveggja sviðsstjóra

Í Sjónhorni vikunnar má sjá auglýsingar um störf tveggja sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og hins vegar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, en þetta eru afar spennandi störf.
Meira

Margrét Rún semur við lið Gróttu

Stólastúlkan Margrét Rún Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Gróttu sem teflir fram liði í 1. deild kvenna. Margrét kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Tindastóli en hún er fædd árið 2005. Margrét er efnilegur markmaður sem á að baki fjóra landsleiki með U16 og U17 ára landsliði Íslands.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira

Þrír keppendur UMSS kepptu á MÍ 15-22 ára í frjálsum

Þrír keppendur frá UMSS kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á síðu frjálsiþróttadeildar Tindastóls segir að keppendurnir þrír voru þau Halldór Stefánsson, Katelyn Eva John og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Unnið að borun á 1.200 m vinnsluholu að Reykjum

RARIK var með níu jarðstrengsverkefni með samtals 123 km af strengjum á Norðurlandi á síðasta ári en þetta kemur fram í yfirferð um verkefni ársins 2023 á heimasíðu RARIK. Sjö verkefnum er þegar lokið en þar af voru þrjú hér á Norðurlandi vestra; í Hrútafirði, Miðfirði og Fitjárdal.
Meira

„Hún er draumur hvers þjálfara – svo einfalt er það“

Það ráku örugglega margir upp stór augu í gær þegar markamaskínan Murielle Tiernan, sem leikið hefur með liði Stólastúlkna í fótboltanum síðustu sex tímabil með einstökum árangri, sendi stuðningsmönnum kveðju á Facebook og þakkaði fyrir frábæran tíma á Króknum. Feykir hafði samband við Murr í dag og spurði hvað kæmi til að hún yrði ekki lengur í herbúðum Tindastóls líkt og flestir hafa sennilega óskað sér.
Meira

Það hvessir og spáð er lítilsháttar snjókomu

Eftir stillt veður síðustu daga snýr veturkonungur aðeins upp á sig í nótt og á morgun. Spáð er 10-18 m/sek á morgun og ef nebba er stungið út fyrir dyrakarm má berlega finna að blástur er þegar hafinn. Norðanáttinni fylgir lítilsháttar snjókoma á svæðinu en bæði vindur og éljagangur gengur niður á miðvikudagsmorgni.
Meira

Murr er komin í Fram

Áfram halda vendingar hjá Bestu deildar liði Tindastóls í fótboltanum. Nú hefur knattspyrnudeild Tindastóls sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að Murielle Tiernan hafi samið við Fram um að spila með þeim bláhvítu í 1.deildinni á komandi tímabili. Það verður mikill sjónarsviptir af Murr en hún hefur skorað 117 mörk í 129 leikjum fyrir Stólastúlkur síðustu sex árin.
Meira

Flúðabakkaverkefnið kynnt

Á upphafsdögum janúarmánaðar var sagt frá því að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um byggingu átta íbúða fyrir 60 ára og eldri við Flúðabakka á Blönduósi. Nú liggur fyrir að kynna verkefnið fyrir fólki og verður opinn fundur haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 18. janúar klukkan 20:00.
Meira