Skagafjörður

Samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóla Íslands

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) hafa lengi átt farsælt samstarf á sviði fræðslu, rannsókna og nýsköpunar. Í gær var undirritað samkomulag um að efla samstarfið enn frekar með formlegri stofnun faghópa til að vinna að málefnum búgreina og faglegra þátta sem snerta landbúnað, landnýtingu, umhverfis- og loftslagsmál.
Meira

Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar við Varmahlíð og samkeppni um götunöfnin

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti nú á dögunum tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð við Varmahlíð. Skipulagssvæðið er 27,8 ha og liggur milli Víðimýrarár og Reykjarhóls. Í tillögunni er gert ráð fyrir 26 nýjum frístundalóðum í tveimur nýjum götum. Um leið er blásið til samkeppni meðal íbúa Skagafjarðar um nöfn á göturnar, merktar A og B á teikningunni sem hér fylgir
Meira

Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har

Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar sl. 28. júní lá fyrir boð erfingja Bjarna Haraldssonar, kaupmanns á Sauðárkróki, til Skagafjarðar um að kaupa fasteignina Aðalgötu 22 fyrir söluverðið 120 milljónir króna.Samþykkt að hafna tilboði um kaup á húsi Bjarna Har
Meira

Mikilvægur sigur Stólanna á liði KÁ

Tindastólsmenn hrisstu af sér svekkelsistap helgarinnar þegar þeir tóku á móti Hafnfirðingum í liði KÁ á Sauðárkróksvelli í gær. Gestirnir voru sæti ofar en Stólarnir fyrir leik og voru það raunar eftir leik líka en bilið nú tvö stig í stað fimm.Stólarnir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik og höfðu í raun tryggt sér stigin snemma í síðari hálfleik. Lokatölur 3-1 og mikilvæg stig á töfluna fyrir lið Tindastóls.
Meira

Vera Silfrastaðakirkju í útbænum á Króknum útskýrð

Sumum kemur það örugglega spánskt fyrir sjónir að sjá frekar óhrjálega kirkju standa afgirta norðan við Verslun Haraldar Júl í útbænum á Króknum. Heimafólk þekkir hvað til stendur en margur ferðamaðurinn klórar sér kannski í kollinum. Það þótti því við hæfi að setja upp skilti utan á vinnuskúrinn sem byggður hefur verið utan um Silfrastaðakirkju, sem er í viðgerð á Trésmiðjunni Ýr, þar sem saga kirkjunnar er sögð í máli og myndum.
Meira

Rostungurinn mættur í þriðja skiptið

Það verður að teljast líklegt að einn nýbúi á Króknum fái óskipta athygli gesta skemmtiferðaskipsins Azamara Journey. Það hefur ekki farið framhjá mörgum að rostungur hafi gert sig heimakominn í smábátahöfninni á Sauðárkróki síðustu daga. Tvívegis hafði hann heimsótt höfnina, fyrst sl. fimmtudagskvöld og dvaldi í um tvo daga og síðan mætti hann á ný á mánudagskvöldið og lá þá á grjótgarði í smábátahöfninni. Hann dvaldi ekki jafn lengi þar enda kannski ekki eins þægilegur staður. Skömmu áður en skemmtiferðaskipið lagðist að bryggja í morgun skreið rostungurinn upp á flotbryggjuna og kom sér vel fyrir enn á ný.
Meira

Azamara Journey kemur til hafnar á Króknum

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var að leggja að bryggju á Sauðárkróki nú um tíuleytið í morgun í norðlenskri þoku og norðan sex metrum. Hitinn sem gestum er boðið upp á að þessu sinni eru kaldar átta gráður en von er á fleiri hitastigum og sólskini upp úr hádegi þannig að vonandi er allt gott sem endar vel. Að þessu sinni er það Azamara Journey sem kemur í höfnen skipið getur hýst á sjöunda hundruð farþega.
Meira

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í kvöld

Brunavarnir Skagafjarðar greindu frá því nú í kvöld að eldur hafi komið upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki. 
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Skagfirðingasveit býður upp á útsýnisferðir upp á Tindastól

„Hefur þig alltaf dreymt um að standa á toppi Tindastóls og fá gott útsýni yfir fjörðinn okkar fallega?“ spyr Björgunarsveitin Skagfirðingasveit. Sá draumur getur nú ræst því sunnudaginn 23. júlí nk. mun Björgunarsveitin bjóða upp á ferðir frá bílastæði við skíðalyftuna og upp að mastri.
Meira