Grásleppuvertíðin árið 2023
Á heimasíðunni aflafrettir.is hefur Gísli Reynisson í Reykjanesbæ tekið saman alls konar lista varðandi veiðar fyrir árið 2023 og er við hæfi að byrja á að skoða hvernig grásleppuveiðarnar voru fyrir Norðurland vestra. Á listanum eru 165 bátar en því miður þá náði enginn bátur frá þessu svæði á topp 10 listann en sá fyrsti er í 48. sæti.
Þá kom mikill grásleppuafli með uppsjávarskipunum eða um 145,63 tonn en Gísli tók það allt saman og setti undir bátinn sem er í fyrsta sæti, Kristján Aðalseins GK 305. Hér er svo hægt að skoða listann í heild sinni en hér fyrir neðan er búið að taka út þá báta sem tengjast Norðurlandi vestra.
48. sæti - Guðrún Petrína HU 107, 30,15 tonn í 20 löndunum.
52. sæti - Von HU 170, 28,08 tonn í 14 löndunum.
55. sæti - Fannar SK 11, 26,16 tonn í 15 löndunum.
64. sæti - Hafey SK 10, 23,93 tonn í 16 löndunum.
68. sæti - Kambur HU 24, 22,39 tonn í 11 löndunum
69. sæti - Dagrún HU 121, 21,98 tonn í 10 löndunum.
77. sæti - Fengsæll HU 56, 19,12 tonn í 14 löndunum.
85. sæti - Steini G SK 14, 18,84 tonn í 15 löndunum.
88. sæti - Kaldi SK 121, 18,34 tonn í 20 löndunum.
91. sæti - Ísak Örn HU 151, 17,59 tonn í 14 löndunum.
94. sæti - Alda HU 112, 16,57 tonn í 11 löndunum.
103. sæti - Elfa HU 194, 14,33 tonn í 14 löndunum.
111. sæti - Gammur II SK 120, 13,51 tonn í 13 löndunum.
121. sæti - Auður HU 94, 11,97 tonn í 10 löndunum.
123. sæti - Uni Þór SK 137, 11,76 tonn í 12 löndunum.
124. sæti - Skvettan SK 37, 11,42 tonn í 9 löndunum.
131. sæti - Sigurfari HU 9, 10,53 tonn í 9 löndunum.
134. sæti - Arndís HU 42, 9,41 tonn í 7 löndunum.
139. sæti - Már SK 90, 8,23 tonn í 6 löndunum.
154. sæti - Þorgrímur SK 27, 5,52 tonn í 4 löndunum.
157. sæti - Badda SK 113, 4,27 tonn í 3 löndunum.
á mbl.is segir að afli þeirra 165 báta sem voru við veiðar nam alls 3.797 tonnum sem er um 12% minna en árið 2022. Veiðileyfi hvers báts takmarkaðist við 45 daga og fjölgaði um 20 milli ára, en um er að ræða lengsta veiðitímabil frá upphafi og stóð frá 20. mars til 31. ágúst. Tímabilið var þó lengra í innanverðum Breiðafirði og hófust veiðar þar að venju 20. maí. Þrátt fyrir fjölgun veiðidaga og lengingu tímabils tókst ekki að ná þeim 4.411 tonnum sem heimilt var að veiða. Ákvörðun um heildarafla er byggð á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar en stofnvísitalan hefur farið lækkandi frá metárinu 2021.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.