Skagafjörður

Þorsteinn kjörinn reiðkennari ársins

Þorsteinn Björnsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum, var fyrir jól kjörinn reiðkennari ársins. Það er menntanefnd Landsambands hestamanna sem auglýsti eftir tilnefningum til reiðkennara ársins og svo fór kosning fram í netkosningu. Valið að þessu sinni stóð milli Heklu Katharínu Kristinsdóttur, Finnboga Bjarnasonar og Þorsteins.
Meira

Laufás jólalegasta húsið í Sveitarfélaginu Skagaströnd þetta árið

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og stóð hún til 26. desember en þetta var í annað sinn sem þessi kosning fór fram. Í ár var hins vegar sú breyting á að íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu.
Meira

Karl Lúðvíksson hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa 2023

Við setningu Jólamóts Molduxa, sem haldið var annan dag jóla, var upplýst hver hlýtur hin eftirsóttu Samfélagsviðurkenningu Molduxa en þau hafa verið veitt frá árinu 2015. Að þessu sinni féll hún Karli Lúðvíkssyni í skaut en hann hefur verið ötull í hvers kyns starfi fyrir sitt samfélag á sviði almenningsíþrótta og sjálfboðaliðsstarfa, ekki síst í þágu fatlaðra.
Meira

Nýr framkvæmdastjóri á LANDMARK

Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eig­enda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Tek­ur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hef­ur gegnt starf­inu undanfarin ár. Þórey gengur einnig úr eigendahópnum og hyggst nú ein­beita sér al­farið að sölu fasteigna hjá LANDMARK. Aðrir eigendur LANDMARK eru [Króksarinn] Júlíus Jóhannsson, Monika Hjálmtýsdóttir (starfandi formaður Félags fasteignasala), Sveinn Eyland og Sigurður Rúnar Samúelsson, öll fasteignasalar.
Meira

Missouri Smokeshow sigraði í Jólamóti Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, annan dag jóla, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Samkvæmt venju var mótið vel sótt, bæði af hálfu keppenda og ekki síður áhorfenda en alls tóku 18 lið þátt. Það var Missouri Smokeshow, lið Pálma Þórssonar, sem stóð uppi sem sigurvegari mótsins eftir úrslitaleik gegn Smára í Varmahlíð.
Meira

Vetrarfærð á Norðurlandi vestra

Það er þungt yfir á Norðurlandi vestra og víða snjókoma. Langflestir vegir eru færir á svæðinu en sem stendur er snjóþekja eða hálka á vegum í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Lögreglan á Norðurlandi vestra beinir því til vegfarenda að fara varlega. „Munum að hreinsa allan snjó af bílum og fylgjumst vel með gangandi vegfarendum. Víða eru gangstéttar á kafi í snjó svo hætta er á að fólk freistist til að ganga á akbrautum,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.
Meira

Gamlar perlur dregnar fram

Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira

Margrét þurfti „út úr skápnum“ með málverkin

Margrét Ólöf Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir og amma, lyfjatæknir að mennt og starfar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Hún er fædd og uppalin á Króknum en fluttist til Keflavíkur þegar hún var 13 ára með foreldrum sínum þeim Stefáni Valdimarssyni og Guðnýju Björnsdóttur. Þau fluttu aftur norður að þremur árum liðnum en Margrét varð eftir þar sem hún hafði kynnst strák sem síðar varð maðurinn hennar og saman eiga þau, tvær stelpur og tvo stráka.
Meira

Hefur flutt fjórum sinnum síðustu vikurnar

Feykir sendi einvalaliði nokkrar spurningar til að gera árið 2023 upp. Fyrstur til svara er þingmaðurinn knái af Reykjanesi, Vilhjálmur Árnason, sem er Skagfirðingur að upplagi og í báðar ættir. Hann býr í Grindavík og þar hefur allt titrað og skolfið síðustu vikurnar eins og allir þekkja.
Meira

Ef þú öskrar ekki CHA ættirðu kannski ekki að vera í partíinu mínu!? / DANÍEL LOGI

„Út vil ek.“ sagði Snorri Sturlu í denn og hugðist stefna til gamla Norvegs. Nú rak á fjörur Tón-lystarinnar alíslenskur norskur þungarokkari sem fer fimum fingrum um bassa í hljómsveitinni Dark Delirium – sem er svona sveit sem getur stillt magnarann á ellefu svo vitnað sé í þá ágætu rokk-sveitarmynd, Spinal Tap. Það er Króksarinn Daníel Logi Þorsteinsson sem um er að ræða.
Meira