Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
04.07.2023
kl. 11.16
Hópur ungmenna frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursetti nýlega á níunda hundrað pottaræktaðar birkiplöntur á ræktunarsvæði Brimnesskóga, félags í grennd við ána Kolku í Skagafirði. En þar hefur félagið til afnota um 23 ha lands sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Tilgangur félagsins er að endurheimta hina fornu Brimnesskóga og að miðla fræðslu um verkefnið. Við endurheimt Brimnesskóga er eingöngu gróðursett birki, reynir og gulvíðir sem á uppruna í Skagafirði og hefur vaxið þar frá örófi alda.
Meira