Skagafjörður

Takk Guðni forseti

Nýtt ár er gengið í garð og deilur um gæði Áramótaskaups Sjónvarpsins fóru nokkuð hraustlega af stað en urðu síðan að láta í minni pokann þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lýsti því yfir í nýársávarpi sínu að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum nú í júní og mun því aðeins sitja í embætti tvö kjörtímabil. Þetta virtist koma landsmönnum talsvert á óvart enda venjan sú að menn dvelji lengur á Bessastöðum.
Meira

Munum að hreinsa jörðina eftir skothríð gamlárskvölds

Það viðraði bísna vel til flugeldaskothríðar á gamlárskvöld, veður stillt og drundi því duglega í þegar flugeldarnir sprungu á himnum. Það er misjafnt hversu duglegt fólk er að taka til eftir þessa skotaskemmtun og í tilkynningu á vef Skagafjarðar er fólk minnt á að hreina upp rusl eftir flugelda og skotkökur.
Meira

Tókst að sniðganga alveg markmið síðasta árs

Það er Króksarinn Magnús Barðdal sem gerir upp árið að þessu sinni en hann starfar nú sem verkefnastjóri fjárfestinga hja SSNV en hans helsta verksvið er að auka fjárfestingar í landshlutanum með það fyrir augum að fjölga atvinnutækifærum. Hann væri alveg til í að sjá Tindastólsmenn verja Íslandsmeistaratitilinn.
Meira

Bíður spennt eftir Fljótagöngum

Enn er Feykir að rótast í að plata fólk til að gera upp árið sitt með lesendum. Að þessu sinni er það Stefanía Hjördís Leifsdóttir á Brúnastöðum í Fljótum sem höndlar uppgjörið. Hún er bóndi og ferðaþjónustubóndi en ábúendur á Brúnastöðum eru m.a. með húsdýragarð og standa í geitaostagerð svo eitthvað sé nefnt. Hún bíður spennt eftir Fljótagöngum.
Meira

Áætlað að framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar hefjist á árinu

Að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra Skagafjarðar, þá hefjast framkvæmdir við grjótgarð nýrrar ytri hafnar á árinu. Ný ytri höfn verður í stakk búin til að taka á móti bæði stærri skipum og skipum sem rista dýpra en Sauðárkrókshöfn ræður nú við.
Meira

Gleðilegt nýtt ár!

Feykir óskar lesendum sínum, sem og landsmönnum öllum, gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir árið sem var að líða undir lok.
Meira

Græni salurinn reyndist frábær kvöldstund

Það var eðalstemning í Bifröst síðastliðið föstudagskvöld þegar breiður hópur skagfirsks tónlistarfólks steig á marrandi sviðið og gerði heiðarlega tilraun til að lyfta þakinu af gamla kofanum á tónleikunum Græni salurinn. Tíu grúbbur mættu til leiks og sumt listafólkið í mörgum eins og vill verða þegar múltítalentar leiða saman hesta sína. Feykir heyrði hljóðið í þremur köppum að tónleikum loknum og fékk lánaðar nokkrar myndir.
Meira

Verkefni Byggðasafns Skagfirðinga og Háskólans á Hólum hlutu NORA styrki

Íslendingar taka þátt í níu af þeim tíu verkefnum sem NORA, Norræna Atlantssamstarfið, ákvað að styrkja á síðasta fundi sínum fyrir jól. Styrkirnir nema samtals um 66 milljónum íslenskra króna, 3,3 milljónum danskra. Alls bárust 19 umsóknir að þessu sinni og eru flest þeirra verkefna sem hlutu styrk nú framhaldsverkefni og hafa áður fengið styrk. Íslendingar hafa verið iðnir við að sækja um styrki til Nora og meðal þeirra sem hlutu styrk að þessu sinni voru Háskólinn á Hólum og Byggðasafn Skagfirðinga.
Meira

Takk pabbi

Hrefna Jóhannesdóttir, skógræktarbóndi á Silfrastöðum og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni, féllst á að gera upp árið í Feyki. Hún situr einnig í sveitarstjórn Skagafjarðar og segir það vera afar gefandi og hvetjandi að umgangast gott og skemmtilegt fólk.
Meira

Maðurinn með stáltaugarnar er maður ársins

Árni Björn Björnsson, sem við þekkjum flest sem Árna á Hard Wok, gerir upp árið hjá okkur á Feyki. Árni hefur meðal annars verið valinn maður ársins á Noðurlandi vestra og ötull stuðningsmaður Tindastóls, svo eitthvað sé nefnt. Árni varð fyrir því óhappi að slasa sig rétt fyrir jólin þegar hann datt og braut hryggjalið sem hann segir kvalafullt en tekur það jafnframt fram að hann hafi verið heppin að slasast ekki meira, en höfuð og mænan slapp. Fall er vonandi fararheill og óskum við Árni nái skjótum bata.
Meira