Skagafjörður

Rafmagnslaust víða frá hesthúsahverfi við Hofsós að Fljótum 13. júlí

Vegna viðhalds á dreifikerfi RARIK verður rafmagnslaust frá Gilslaug að Sólgörðum og út að Molastöðum í Fljótum fimmtudaginn 13. júlí frá kl 13:00-16:00.
Meira

Unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar

Nú er unnið að dýpkun og landfyllingu við Sauðárkrókshöfn. Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri Skagafjarðarhafna, segir verkið skiptast í eftirfarandi verkhluta; gerð fyrirstöðugarðs innan hafnar og viðhaldsdýpkun innan hafnar.
Meira

40 ára afmæli Skagfirðingabúðar fagnað með grillveislu og afsláttum

Í sumar eru liðin 40 ár frá því að Skagfirðingabúð fór að selja Skagfirðingum vörur en búðin opnaði þann 19. júlí árið 1983. Í tilefni af því verður blásið til grillveislu fyrir utan búðina laugardaginn 15. júlí frá kl. 13-15. Einnig verður hægt að gera kostakaup í búðinni á föstudag og laugardag því það verður 40% afsláttur af fatnaði, skóm, gjafavöru, leikföngum, búsáhöldum, garni, bókum, ritföngum og 10% afsláttur af raftækjum og matvöru.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar fór fram í blíðskaparveðri

Opið kvennamót í golfi fór fram í blíðskaparveðri á golfvellinum í Vatnahverfi við Blönduós síðastliðinn sunnudag en mótið var haldið til minningar um Evu Hrund Pétursdóttir. Í frétt á Húnahorninu segir að 28 konur hafi mætt til leiks og var keppnisfyrirkomulagið punktakeppni með forgjöf í þremur flokkum.
Meira

Helgi Margeirs nýr þjálfari meistaraflokks kvenna!

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Helga Frey Margeirsson um að taka að sér þjálfun meistaraflokks kvenna. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Helgi muni einnig stýra Körfuboltaakademíu FNV sem og að vinna við að sinna Evrópukeppnisverkefni meistaraflokks karla.
Meira

Skráning á Unglingalandsmótið á Króknum komin á fullt

„Nú er heldur betur farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Við erum búin að opna fyrir skráningu á mótið og geta allir sem vilja skoða hvað er í boði,“ segir í frétt á heimasíðu UMFÍ. Mótið á Króknum verður sannkölluð veisla því boðið verður upp á 27 íþróttagreinar fyrir 11-18 ára þátttakendur og geta allir skráð sig í eins margar greinar og hver og einn vill. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og lýkur sunnudaginn 6. ágúst.
Meira

Styrktarbingó Kormáks/Hvatar á fimmtudaginn

Meistaraflokkur Kormáks/Hvatar heldur styrktarbingó í félagsheimilinu á Blönduósi fimmtudaginn 13. júlí kl: 21:00 og er opið hús til 01:00. Aðgangseyrir er 1500 kr, innifalið í því er eitt spjald og happadrættismiði sem dregið verður út úr. Auka spjöld kosta 500 kr.
Meira

Aðgerðum í leikskólamálum í Skagafirði haldið áfram

Á síðastliðnu ári lagði fræðslunefnd Skagafjarðar það til að ráðist yrði í aðgerðir í leikskólamálum til að laða að starfsfólk, efla jákvæða vinnustaðamenningu og bæta starfsumhverfi leikskólanna. Aðgerðirnar þóttust takast vel og hefur fræðslunefndin nú lagt til þær verði framlengdar um eitt ár.
Meira

Félagsleikar Fljótamanna um næstu helgi

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir þriðja sinni dagana 14. til 16. júlí 2023. Um er að ræða samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu á Ketilsási og víða í Fljótum.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira