Skagafjörður

Riða greindist í einni á á Eiðsstöðum í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi

Á heimasíðu Mast segir að þann 9. janúar hafi Matvælastofnun borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, þess efnis að sýni úr sláturfé hafi reynst jákvætt m.t.t. riðuveiki. Um er að ræða eitt jákvætt sýni úr þriggja­­ vetra á frá bænum Eiðsstöðum­­­­­­­ í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi.
Meira

FNV úr leik í Gettu betur eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur. Þegar skólarnir drógust saman varð ljóst að hljóðver RÚV á Akureyri, þar sem liðin hafa keppt í útvarpshluta keppninnar, væri of lítið og var því brugðið á það ráð að halda keppnina í Kvosinni sem er samkomusalur Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Félagsmenn Bændasamtaka Íslands fá áfram Bændablaðið í dreifbýlum landsins

Á heimasíðu Bændablaðsins segir að nokkur breyting hafi orðið á dreifingu Bændablaðsins vegna skertrar póstþjónustu. En frá stofnun Bændablaðsins hefur það verið borið út til allra bænda landsins í gegnum fjöldreifingu þar sem pósturinn fer ómerktur á lögbýli. Íslandspóstur tilkynnti undir lok síðasta árs að þjónustu við fjöldreifingu á landsbyggðinni yrði hætt nú um síðustu áramót. Enginn sinnir því slíkri dreifingu eins og sakir standa.
Meira

Ljósadagurinn í Skagafirði á morgun, 12. janúar

Á morgun verður haldinn Ljósadagurinn í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta mun vera í tíunda skiptið sem þessi dagur er haldinn og er tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.
Meira

Keflvíkingar stungu Stólana af í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls mætti Keflvíkingum suður með sjó í Subway-deildinni nú í kvöld. Leikurinn var bísna fjörugur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 53-58 í hálfleik en Keflvíkingum tókst að gera Stólunum erfitt fyrir í síðari hálfleik og stungu síðan af með stigin tvö í fjórða leikhluta sem þeir unnu 28-12 og leikinn þar með 99-86.
Meira

Fyrsta Sjónhorn ársins komið út

Nú er fyrsta Sjónhorn ársins komið út og í því er að finna ýmsilegt skemmtilegt. Nemendur í 8.-10. í Varmahlíðarskóla ætla að sýna á föstudaginn söngleikinn Grease, útsalan er byrjuð í Skagfirðingabúð og Sálarrannsóknarfélagið er að auglýsa dagskrána sína í janúar-mars. Þá geta félagar í Félagi eldriborgara glaðst yfir því að auglýsing um samkomur vorið 2024 er komið út og Íslenska Gámafélagið auglýsir dagskrá sorphirðu í Skagafirði ásamt því hvenær söfnun á heyrúlluplasti í dreifbýlinu verður hverju sinni út árið. Eins og sést er nóg að efni til að lesa og um að gera að skoða vefútgáfuna hér.
Meira

Leikdagur

Meistaraflokkur Tindastóls karla í körfubolta fer suður í Blue höllina í kvöld og mætir liði Keflavíkur.
Meira

Sexan stuttmyndakeppni Neyðarlínunnar

Þann 8.janúar var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7.bekk á landsvísu.
Meira

FNV mætir MA í fyrstu umferð Gettu betur

Nú er komið í ljós á móti hverju FNV mætir í fyrstu umferð Gettu betur sem fer fram á morgun, miðvikudaginn 10. janúar, og er það enginn annar en Menntaskólinn á Akureyri. Lið FNV skipa þau Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson.
Meira

Námskeið í grúski

Á vef Héraðsbókasafns Skagafjarðar og Héraðsskjalasafns segir að til standi að halda námskeið í grúski. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér uppruna sinn og umhverfi betur og grúska sér til ánægju. 
Meira