Skagafjörður

Ágæt þátttaka í Druslugöngunni á Króknum

Druslugangan 2023 fór fram á tveimur stöðum á landinu í dag, í Reykjavík og á Sauðárkróki. Gangan fór af stað um hálf tvö og var gengið frá Árskóla og að Sauðárkróksbakaríi þar sem fóru fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði. Göngufólk fékk afbragðsveður, það var bæði hlýtt og logn þó sólin væri sparsöm á geislana, og heyrðust því baráttuhróp þeirra sem þátt tóku í göngunni vel.
Meira

Faxi á Faxatorgi lagfærður - Færður úr steypu í brons

Í tilefni af 100 ára afmæli listamannsins Ragnars Kjartanssonar hefur sveitarstjórn Skagafjarðar ákveðið að láta lagfæra listaverkið Faxa á Faxatorgi. Faxi er sagður með mikilvægari verkum á markverðum ferli hans. Verður höggmyndin færð af stalli sínum, hæfð til steypu í brons svo hægt verði að varðveita hana án viðhalds til langs tíma. Einnig verður stöpullinn sem Faxi stendur á endurnýjaður.
Meira

Bíll brann til kaldra kola á Garðssandi

Í kvöld kviknaði í bíl sem ekið var í austurátt frá Sauðárkróki á þjóðvegi 75 á Garðssandi. Ökumanni og farþega tókst að koma bílnum út fyrir veg og forða sér út en bíllinn varð alelda á skömmum tíma og brann til kaldra kola. Slökkviliðið mætti á staðinn en þá var orðið of seint að bjarga bílnum en slökkviliðið slökkti eldinn.
Meira

Fjölbreytt og skemmtileg tónlistarveisla í Bifröst

Það var hörkustemning í Bifröst á Sauðárkróki föstudaginn 30. júní þegar skagfirskt tónlistarfólk af öllum gerðum mætti til leiks á tónleikana sem bera nafnið Græni salurinn. Flytjendur spönnuðu nánast gjörvallt aldursrófið; frá ungum og sprækum yfir í hokna af reynslu.
Meira

Faxi floginn á vit nýrra ævintýra

Nú í morgun flaug Faxi á vit nýrra ævintýra. Næsti áfangastaður er Reykjavík þar sem hann verður gerður sýningarhæfur og hafður á sýningu á Korpúlfsstöðum. Að sýningu lokinni mun hann halda til Þýskalands þar sem hann verður færður í brons og mun síðan leggja á skeið aftur heim á Sauðárkrók.
Meira

Raggi er frumlegasta furðufígúran á Hofsósi

Bæjarhátíðin Hofsós heim byrjaði á fimmtudegi þar sem íbúar og gestir voru hvattir til að sameinast við að skreyta götur og hús. Í ár var skellt í keppni hver myndi gera frumlegustu furðufígúruna og veitt verðlaun fyrir.
Meira

Anna Karen og Arnar Geir enn á ný klúbbmeistarar GSS

Árlegt meistaramót fullorðinna hjá Golfklúbb Skagafjarðar var haldið dagana 5. – 8. júlí. Keppt var í fimm mismunandi flokkum og tóku 43 klúbbmeðlimir þátt.
Meira

Unglingalandsmótið er frábær vettvangur til þess að prófa nýja hluti og upplifa hin eina sanna ungmennafélagsanda

Fram undan er Unglingalandsmót á Sauðárkróki þar sem mestu máli skiptir að vera með, taka þátt og prófa eitthvað nýtt. Unglingalandsmótið á Sauðárkróki er frábært tækifæri og vettvangur fyrir ungmenni á aldrinum 11-18 ára til þess að velja á milli fjölda íþróttagreina og afþreyingar í heimabyggð.
Meira

Þrír leikmenn Tindastóls í landsliðsæfingahóp

Landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í Körfubolta, Craig Pedersen, hefur valið æfingahóp fyrir landsliðsæfingar sumarsins. Í hópnum eru 21 leikmaður og þar af þrír leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar, Sigtryggur Arnar og nýjasti leikmaður liðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem gekk til liðs við Stólana fyrir stuttu.
Meira

Druslugangan snýst um að gjaldfella orðið drusla

Druslugangan 2023 fer fram á Sauðárkróki laugardaginn 22. júlí nk. Gengið verður frá Árskóla kl. 13:00 að Sauðárkróksbakarí þar sem fara fram ræðuhöld, ljóðalestur og tónlistaratriði.
Meira