Íslandsmót og samhjólreiðar um helgina á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
25.06.2024
kl. 14.09
Um helgina verður mikil hjólaveisla í Skagafirði og í Húnavatnssýslu því Íslandsmótin í bæði tímatöku (TT) og götuhjólreiðum (RR) fara fram í Skagafirði. Þá verður einnig samhjól í Húnabyggð á Rabarbarahátíðinni og má því búast við einhverjum töfum á umferð. Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla vegfarendur til að sýna aðgæslu og skipuleggja ferðir sínar eftir bestu getu, út frá tímasetningum hjólareiðafólksins.
Meira