Skagafjörður

Íslandsmót og samhjólreiðar um helgina á Norðurlandi vestra

Um helgina verður mikil hjólaveisla í Skagafirði og í Húnavatnssýslu því Íslandsmótin í bæði tímatöku (TT) og götuhjólreiðum (RR) fara fram í Skagafirði. Þá verður einnig samhjól í Húnabyggð á Rabarbarahátíðinni og má því búast við einhverjum töfum á umferð. Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur alla vegfarendur til að sýna aðgæslu og skipuleggja ferðir sínar eftir bestu getu, út frá tímasetningum hjólareiðafólksins.
Meira

Nýir tímar, ferskir vindar og nóg af sól að sjálfsögðu! | Pétur Arason skrifar

Þá er sveitarfélagið Húnabyggð orðið stærra og öflugara eftir að íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu þann 22. júní í íbúakosningu að sameina sveitarfélögin. Eins og nefnt hefur verið þá býr þetta til ýmiss konar samlegðaráhrif sem koma öllum á svæðinu til góða. Það mun að sjálfsögðu taka tíma að keyra þetta saman og eins og allir vita stendur Húnabyggð út í miðri á með þá sameiningu sem tók gildi við stofnun Húnabyggðar. Það verður því í aðeins fleiri horn að líta á meðan þessi formlega sameining gengur yfir og ekki ólíklegt að það taki allt kjörtímabilið að slípa hlutina saman í stjórnsýslunni og rekstrinum hvað þessar tvær sameiningar varðar.
Meira

Það vantar enn prest í Skagafjörð

Enn hefur ekki verið ráðinn prestur í Skagafjörð í stað sr. Döllu Þórðardóttur sem lagði kragann á hilluna þann 1. desember síðastliðinn. Feykir hafði samband við nýjan prófast í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi, séra Sigríði Gunnarsdóttur, og sagði hún að ástandið mætti vera betra í prestamálum í Skagafirði en séra Bryndís Svavarsdóttir hefur þó verið ráðin fram til áramóta.
Meira

Skráning hafin á Vatnsdalshólahlaupin sem fara fram 16.-18. ágúst

Vatnsdalshólahlaupin eru hluti af dagskrá Vatnsdæluhátíðar sem fer fram helgina 16.-18. ágúst í Húnabyggð. Á þessari hátíð verða dagskrárliðir víða í Vatnsdal, Þingi og á Blönduósi en hlaup og skemmtidagskrá verður í Vatnsdalshólunum, einkum í Þórdísarlundi sem er trjálundur Húnvetningafélagsins í Reykjavík og er í jaðri Vatnsdalshóla.
Meira

Fornleifauppgröftur á Höfnum á Skaga gengur vel

Vinna við fornleifauppgröft í viku þrjú á Höfnum á Skaga gekk vel en þar hafa fornleifafræðingar og starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga unnið við björgunarrannsóknir á aldagömlum minjum sem eru við það að hverfa í hafið. Í frétt á síðu Byggðasafns Skagfirðinga segir að veðrið í síðustu viku hafi ekki alveg vitað hvernig það átti að vera og blés stundum hressilega. „Það stöðvaði ekki starfsfólkið við störf sín – einungis drónann við myndatökur,“ segir í fréttinni.
Meira

Húnasjóður auglýsir eftir umsóknum

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.
Meira

Kalt og blautt minningarmót GSS

Opna minningarmót GSS fór fram laugardaginn 22. júní í köldu og blautu veðri á Hlíðarendavelli. Tilgangur mótsins var að minnast þeirra góðu félaga sem hafa fallið frá og var keppt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun voru veitt í punktakeppni án forgjafar. Að loknu móti var boðið upp á vöfflukaffi og kósý í skálanum og gaman er að segja frá því að um helmingur þátttakenda á mótinu voru afkomendur Marteins Friðrikssonar, eins af stofnfélögum klúbbsins sem hefði orðið 100 ára þennan sama dag. 
Meira

ÓB-mótið heppnaðist vel þó veðrið hafi strítt stúlkunum

Um liðna helgi fór fram á Sauðárkróki árlegt ÓB-mót í fótbolta á vegum knattspyrnudeildar Tindastóls. Þar komu saman stelpur í 6. flokki hvaðanæva að af landinu og voru 116 lið skráð til keppni og keppendur rúmlega 700 talsins.
Meira

Vilt þú eignast félagsheimili í Skagafirði?

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja söluferli félagsheimilisins í Hegranesi, Ljósheima og Skagasels. Í tengslum við þá vinnu býður byggðarráð Skagafjarðar íbúum sem áhuga hafa á til samtals um fyrirhugaða sölu.
Meira

Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.
Meira