Skagafjörður

Drenglyndi í knattspyrnuheimum

Í tilkynningur á Facebook-síðu Knattspyrnudeildar Tindastóls var greint frá því í dag að stjórn knattspyrnudeildar, ásamt stjórn barna & unglingaráðs Tindastóls, hafi haft samband við Hauk Einarsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, og tilkynnt honum að knattspyrnudeildin muni fella niður mótsgjöld á fótboltamótum sem hún mun halda í sumar fyrir iðkendur Grindavíkur.
Meira

Ástandið í umdæminu almennt gott

Lögreglan á Norðurland vestra hefur sent frá sér afbrotatölfræði síðasta árs og borið saman við árin 2022 og 2021. Í fyrra voru skráð 2.099 brot en það er rúmlega 15% aukning frá því árið 2022, eða 322 fleiri brot, en árið þar á undan var fjöldinn svipaður og í fyrra, eða 2026. Umferðarlagabrot eru stærsti brotaflokkurinn hjá embættinu.
Meira

Níu styrkir úr Íþróttasjóði til verkefna á Norðurlandi vestra

Í síðustu viku úthlutaði Íþróttanefnd tæpum 28 milljónum úr Íþróttasjóði til 74 verkefna fyrir árið 2024 en alls bárust nefndinni umsóknir um styrki í 179 verkefni. Alls hlutu níu verkefni á Norðurlandi vestra styrki en hæsti styrkurinn á svæðinu kom í hlut sunddeildar Tindastóls í verkefnið Orkuboltar og vellíðan sem er ætlað börnum með sérþarfir.
Meira

Fólk hvatt til að taka þátt í garðfuglatalningu um helgina

Húnahornið segir frá því að árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi. Venjulega er um að ræða síðustu helgina í janúar. Að þessu sinni verður Garðfuglahelgin 26.-29. janúar. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að gott sé að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla.
Meira

Grundfirðingar reisa iðnaðarhúsnæði á Króknum

Á horni Hegrabrautar og Strandgötu á Sauðárkróki er verið að reisa þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Því er skipt í tíu bil og er hvert bil 100 m2. Það er Vélsmiðja Grundarfjarðar sem byggir og tjáði talsmaður fyrirtækisins, Þórður Magg, Feyki að öll rýmin væru þegar seld og eftirspurn meira en framboð.
Meira

Gwen og Bergljót áfram með Stólastúlkum

Undirskriftapenni knattspyrnudeildar Tindastóls er eins og ofurjójó þessa dagana og enn bætist í Bestu deildar hóp Stólastúlkna. Þau ánægjulegu tíðindi voru kynnt í kvöld að hin þýska Gwen Mummert hafi ákveðið að endurnýjar kynni sín við Tindastól og hefur skrifað undir samning fyrir komandi tímabil. Sömuleiðis hefur Bergljót Ásta Pétursdóttir ákveðið að vera áfram með liði Tindastóls.
Meira

Hópur fólks stóð vaktina á Mannamótum

Það var vaskur hópur ferðaþjóna frá 18 fyrirtækjum af Norðurlandi vestra, sem stóð vaktina á Mannamótum landshlutana í Kórnum í Kópavogi í síðustu viku. Mannamót er ferðakaupstefna, vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki af landsbyggðinni að koma saman og kynna vörur sínar og vöruframboð fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa sem flestar eru staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Feykir heyrði í Freyju Rut Emilsdóttur framkvæmdastjóra 1238: The Battle Of Iceland á Sauðárkróki sem var einmitt stödd á Mannamótum.
Meira

Stólarnir flugu áfram í VÍS bikarnum

Tindastóll og KR mættust í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu í kvöld. Vesturbæingar leika nú í 1. deild en bikarleikir vilja stundum bjóða upp á óvænt úrsli. Og þó KR-ingar hafi náð að hleypa spennu í leikinn í síðari hálfleik þá höfðu þeir aldrei forystu í leiknum og Stólarnir spýttu í lófana í fjórða leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 83-60.
Meira

Tindastólsliðið á toppinn eftir þægilega stund í Síkinu

Kvennalið Tindastóls í 1. deildinni í körfubolta spilaði í gærdag gegn stigalausu liði ÍR og skellti sér upp að hlið KR og Ármanns á toppi deildarinnar. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 19-3 fyrir Stólastúlkur og það væri synd að segja að leikurinn hafi á nokkrum tíma verið spennandi. Niðurstaðan því góður sigur og lokatölur 90-31.
Meira

María Dögg og Lilla semja við Tindastól

Knattspyrnudeild Tindastóls heldur áfram að festa heimastúlkur á samning og er það vel. Nú undir lok vikunnar var tilkynnt um að Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir (Lilla) og María Dögg Jóhannesdóttir væru búnar að setja nafnið sitt á svörtu línuna.
Meira