Húnasjóður auglýsir eftir umsóknum

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að samkvæmt skipulagsskrá fyrir Húnasjóð sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar þann 12. október 2000 skal sveitarsjóður leggja sjóðnum árlega til fé samkvæmt fjárhagsáætlun hverju sinni. Árlegu framlagi Húnaþings vestra ásamt hálfum vöxtum höfuðstóls skal úthluta í styrki á ári hverju.

Húnaþing vestra auglýsir nú eftir umsóknum um styrk vegna ársins 2024, en umsóknum skal skilað með rafrænum hætti HÉR. Lokafrestur til að skila inn umsóknum er mánudagurinn 15. júlí nk.

Úthlutunarreglur Húnasjóðs má finna HÉR og í flokknum reglugerðir og samþykktir á heimasíðu sveitarfélagsins, undir fjármála- og stjórnsýslusviði. Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglum Húnasjóðs, sem samþykktar voru á 331. fundi sveitarstjórnar, eru umsækjendum meðal annars sett þau skilyrði að hafa átt lögheimili í Húnaþingi vestra frá 1. desember árið fyrir úthlutun og hafa lokið námi eftir síðustu úthlutun sjóðsins.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir