Vilt þú eignast félagsheimili í Skagafirði?
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að hefja söluferli félagsheimilisins í Hegranesi, Ljósheima og Skagasels. Í tengslum við þá vinnu býður byggðarráð Skagafjarðar íbúum sem áhuga hafa á til samtals um fyrirhugaða sölu.
Tímasetning er sem hér segir:
Skagasel, þriðjudagur 25. júní kl. 17
Félagsheimilið Hegranesi, miðvikudagur 26. júní kl. 16
Félagsheimilið Ljósheimar, miðvikudagur 26. júní kl. 18:30
Byggðarráð Skagafjarðar ákvað í byrjun sumars í fyrra að kanna hvort ekki væri skynsamlegt að selja hlut sveitarflagsins í félagsheimilum Skagafjarðar til aðila sem sjá tækifæri í að bæta nýtingu húsanna. Tímarnir hafi einfaldlega breyst. Í Skagafirði eru nú níu félagsheimili, auk Menningarhússins Miðgarðs, og á sveitarfélagið þau ýmist að hluta eða að fullu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.