Slæmt ástand í vegamálum landsmanna

Mögnuð mynd Halldórs Gunnars sýnir að munni Strákaganga hangir nánast í lausu lofti. MYND: HALLDÓR GUNNAR HÁLFDANSSON
Mögnuð mynd Halldórs Gunnars sýnir að munni Strákaganga hangir nánast í lausu lofti. MYND: HALLDÓR GUNNAR HÁLFDANSSON

Skagfirðingar og samgöngumál voru nokkuð í fréttum nú um helgina. Þannig sagði Morgunblaðið frá því að nú væri svo komið að munni Strákaganga væri í lausu lofti og þá sagði Magnús Svavarsson, framkvæmdastjóri Vörumiðlunar, í viðtali við Moggann að Hringvegurinn væri ónýtur að stórum hluta.

Hjón­in Hall­dór Gunn­ar Hálf­dán­ar­son og María Núma­dótt­ir á Molastöðum í Fljótum þekkja Siglu­fjarðar­veg mörgum betur en eins og Feykir hefur áður sagt frá þá hefur Hall­dór Gunn­ar hef­ur myndað svæðið tölu­vert á und­an­förn­um árum. María rek­ur bók­halds­skrif­stofu á Sigluf­irði og fer því Siglufjarðarveg og göngin flesta daga.

Þau segja í viðtali við Morgunblaðið að tölu­verðar hreyf­ing­ar hafi átt sér stað í og við veg­stæðið og seg­ir María að þró­un­in hafi verið mjög hröð á und­an­förn­um tveim­ur árum. Finnst henni nán­ast sem hún sjái breyt­ingu á veg­in­um dag­lega. „Ég upp­lifi aðeins meira óör­yggi en ég gerði fyr­ir kannski fimm árum þegar ég sé þess­ar hröðu breyt­ing­ar,“ seg­ir hún. Hún lýs­ir ástand­inu sem svo að veg­ur­inn sé að molna und­an ganga­munna Stráka­ganga Fljóta­meg­in og munn­inn sé í raun í lausu lofti. Seg­ir hún að sprung­ur hafi mynd­ast í og við veg­inn og af og til mynd­ist mis­stór­ar hol­ur og skörð í hann.

Það mætti spyrja sig hvort hér sé hreinlega beðið eftir að stórslys eigi sér stað og ljóst að göng úr Fljótum i Siglufjörð geta ekki beðið.

Vegir ekki fengið nauðsynlegt viðhald

Sigurður Bogi, blaðamaður Morgunblaðsins, spjallar við Magga Svavars í helgarblaðinu og segir hann að hring­veg­ur­inn al­veg frá Hval­fjarðargöng­um og norður í Skaga­fjörð sé ónýt­ur að stór­um hluta, þótt ein­hverj­ir smá­spott­ar séu í lagi. Veg­ir eru að gefa sig und­an þunga. Leiðin um Staf­holtstung­ur og Norðurár­dal í Borg­ar­fjörð er ónýt, Hrúta­fjörður­inn og stærst­ur hluti af Húna­vatns­sýsl­un­um.

Maggi tiltekur enn fleiri vegi í viðtalinu en hann vil meina að stóra breyt­an í þessu öllu varðandi sam­göng­urn­ar sé að veg­ir lands­ins hafa á síðastliðnum 15 árum, eða al­veg frá efna­hags­hrun­inu, ekki fengið nauðsyn­legt viðhald vegna ónægra fjár­veit­inga. „Á sama tíma hef­ur um­ferðin auk­ist mikið og þar koma til flutn­ing­ar á afurðum lands og sjáv­ar og ferðamennska, sem ég tel raun­ar að skili minnu í þjóðarbú­skap­inn en ef er látið. Þarna er því ein­hver skekkja í áhersl­um stjórn­valda, þannig að mik­il­væg­ir innviðir lands­ins gefa eft­ir. Helstu leiðir út frá borg­inni, svo sem á Kjal­ar­nes­inu, Reykja­nes­braut og veg­ur­inn aust­ur fyr­ir fjall, eru komn­ar í lag en víða ann­ars staðar þarf að gera mikl­ar úr­bæt­ur,“ segir Maggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir