Skagafjörður

Nýr umsjónaraðili Málmeyjar í Skagafirði valinn

Skagafjörður auglýsti eftir nýjum umsjónarmanni með Málmey á Skagafirði á haustdögum. Málmey er stærsta eyjan á Skagafirði, um 160 ha að stærð. Á fund Byggðarráðs komu fulltrúar úr hópi þriggja umsækjenda um umsjónarmannastöðu um Málmey á Skagafirði, sem byggðarráð boðaði til að veita nánari upplýsingar um umsóknir hlutaðeigandi.
Meira

Ferðabókin skreppur í Skagafjörð : Spjallað við Gísla Einars

Ferðabók Gísla Einarssonar (en hvorki Eggerts né Bjarna) verður sýnd í Gránu á Sauðárkróki sunnudaginn 21. janúar kl. 20:30 að staðartíma. Það er Borgfirðingurinn Gísli Einarsson sem stígur þá á stokk en í sýningunni fer Gísli, með aðstoð Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, hringinn í kringum landið og hæðist að heimamönnum á hverjum stað – nema auðvitað Skagfirðingum.
Meira

Frábær þátttaka á námskeiði í grúski

Feykir sagði fyrir skemmstu frá skemmtilegu námskeiði í grúski sem framundan væri hjá Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki. Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka er á þessu bráðsniðuga námskeiði sem söfnin standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir.
Meira

Tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á 377. fundi sínum þann 11. janúar 2024 framlengingu heimildar til niðurfellingar gatnagerðagjalda nokkurra íbúðarhúsalóða á Hvammstanga og Laugarbakka.
Meira

Endurbygging Ásgarðs í Skagastrandarhöfn

Á vefsíðu Sveitarfélags Skagastrandar kemur fram að þann 15. janúar 2024 var undirritaður verksamningur við Borgarverk ehf um endurbyggingu Ásgarðs.
Meira

Skagafjörður auglýsir lausar stöður tveggja sviðsstjóra

Í Sjónhorni vikunnar má sjá auglýsingar um störf tveggja sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Annars vegar er um að ræða stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og hins vegar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, en þetta eru afar spennandi störf.
Meira

Margrét Rún semur við lið Gróttu

Stólastúlkan Margrét Rún Stefánsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Gróttu sem teflir fram liði í 1. deild kvenna. Margrét kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Tindastóli en hún er fædd árið 2005. Margrét er efnilegur markmaður sem á að baki fjóra landsleiki með U16 og U17 ára landsliði Íslands.
Meira

Nú er frost á fróni, frýs í...

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum beina þeir þeim tilmælum til notenda hitaveitu á Sauðárkróki að fara sparlega með heita vatnið. Nú er mjög kalt og mikil vindkæling og útlit fyrir kulda áfram næstu daga og þess verður vart á stöðu heita vatnsins.
Meira

Þrír keppendur UMSS kepptu á MÍ 15-22 ára í frjálsum

Þrír keppendur frá UMSS kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór um helgina í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Á síðu frjálsiþróttadeildar Tindastóls segir að keppendurnir þrír voru þau Halldór Stefánsson, Katelyn Eva John og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Unnið að borun á 1.200 m vinnsluholu að Reykjum

RARIK var með níu jarðstrengsverkefni með samtals 123 km af strengjum á Norðurlandi á síðasta ári en þetta kemur fram í yfirferð um verkefni ársins 2023 á heimasíðu RARIK. Sjö verkefnum er þegar lokið en þar af voru þrjú hér á Norðurlandi vestra; í Hrútafirði, Miðfirði og Fitjárdal.
Meira