Skagafjörður

Söngleikurinn Grease verður sýndur í Miðgarði í kvöld

Það er tilhlökkunarefni í byrjun hvers árs þegar árshátíðarleikrit eldri bekkja Varmahlíðarskóla eru sett á fjalirnar. Engin breyting verður á í ár því í kvöld, föstudaginn 12. janúar, ælta nemendur í 8. - 10. bekk að sýna leikritið Grease og er handritið eftir Gísla Rúnar Jónsson en það er Íris Olga Lúðvíksdóttir sem leikstýrir verkinu.
Meira

Vegagerðin varar við ísingu og hálku í dag

Á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að nú séu vegir flestir blautir og þegar kólnar fer hægt og bítandi í hægum vindi, myndast ísing og lúmsk hálka. Þetta á eftir að gerast framan af degi á fjallvegum og inn til landsins, en við sjávarsíðuna í kvöld og nótt.
Meira

Kaldavatnsleki í útbænum og heitavatnslaust í Blönduhlíð

Það er nóg að gera í Veitunum þessa stundina, en hitaveita í Blönduhlíð liggur niðri vegna bilunar í dælustöð á Syðstu-Grund. Unnið er að viðgerð. Þá er fyrirhuguð viðgerð á leka í kalda vatninu á Króknum og mun þurfa að loka fyrir rennsli í útbænum. Lokað verður við Faxatorg, og allt svæðið þar utan við verður vatnslaust að Skagfirðingabraut og Freyjugötu undanskildum. Lokunin hefst kl. 13 og óljóst er hvenær viðgerð lýkur.
Meira

Brynjar Elefsen nýr forstjóri BL

Brynj­ar Elef­sen Óskars­son tók við starfi for­stjóra bílaum­boðsins BL um ára­mót. Brynjar hef­ur starfað hjá BL und­an­far­inn ára­tug, þar af sem fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs merkja BL á Sæv­ar­höfða frá ár­inu 2019. 
Meira

Riða greindist í einni á á Eiðsstöðum í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi

Á heimasíðu Mast segir að þann 9. janúar hafi Matvælastofnun borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, þess efnis að sýni úr sláturfé hafi reynst jákvætt m.t.t. riðuveiki. Um er að ræða eitt jákvætt sýni úr þriggja­­ vetra á frá bænum Eiðsstöðum­­­­­­­ í Blöndudal í Húna- og Skagahólfi.
Meira

FNV úr leik í Gettu betur eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur. Þegar skólarnir drógust saman varð ljóst að hljóðver RÚV á Akureyri, þar sem liðin hafa keppt í útvarpshluta keppninnar, væri of lítið og var því brugðið á það ráð að halda keppnina í Kvosinni sem er samkomusalur Menntaskólans á Akureyri.
Meira

Félagsmenn Bændasamtaka Íslands fá áfram Bændablaðið í dreifbýlum landsins

Á heimasíðu Bændablaðsins segir að nokkur breyting hafi orðið á dreifingu Bændablaðsins vegna skertrar póstþjónustu. En frá stofnun Bændablaðsins hefur það verið borið út til allra bænda landsins í gegnum fjöldreifingu þar sem pósturinn fer ómerktur á lögbýli. Íslandspóstur tilkynnti undir lok síðasta árs að þjónustu við fjöldreifingu á landsbyggðinni yrði hætt nú um síðustu áramót. Enginn sinnir því slíkri dreifingu eins og sakir standa.
Meira

Ljósadagurinn í Skagafirði á morgun, 12. janúar

Á morgun verður haldinn Ljósadagurinn í Skagafirði og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Þetta mun vera í tíunda skiptið sem þessi dagur er haldinn og er tilkomumikið að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.
Meira

Keflvíkingar stungu Stólana af í fjórða leikhluta

Lið Tindastóls mætti Keflvíkingum suður með sjó í Subway-deildinni nú í kvöld. Leikurinn var bísna fjörugur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gestirnir leiddu 53-58 í hálfleik en Keflvíkingum tókst að gera Stólunum erfitt fyrir í síðari hálfleik og stungu síðan af með stigin tvö í fjórða leikhluta sem þeir unnu 28-12 og leikinn þar með 99-86.
Meira

Fyrsta Sjónhorn ársins komið út

Nú er fyrsta Sjónhorn ársins komið út og í því er að finna ýmsilegt skemmtilegt. Nemendur í 8.-10. í Varmahlíðarskóla ætla að sýna á föstudaginn söngleikinn Grease, útsalan er byrjuð í Skagfirðingabúð og Sálarrannsóknarfélagið er að auglýsa dagskrána sína í janúar-mars. Þá geta félagar í Félagi eldriborgara glaðst yfir því að auglýsing um samkomur vorið 2024 er komið út og Íslenska Gámafélagið auglýsir dagskrá sorphirðu í Skagafirði ásamt því hvenær söfnun á heyrúlluplasti í dreifbýlinu verður hverju sinni út árið. Eins og sést er nóg að efni til að lesa og um að gera að skoða vefútgáfuna hér.
Meira