Skagafjörður

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira

Basile tekur slaginn með Stólunum næsta vetur

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Dedrick Deon Basile um að spila með félaginu á næsta tímabili. Í fréttatilkynningu frá Stólunum segist kappinn vera mjög glaður með að ganga til liðs við Tindastól. „Ég hef spilað gegn liðinu síðustu þrjú ár í úrslitakeppninni og ég get ekki beðið eftir því að fá Tindastólsaðdáendur loksins til að hvetja mig áfram!“
Meira

Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði

Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Meira

Opnunarhóf og málþing á Skagaströnd á laugardaginn

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra býður til opnunarhófs Gagnagrunns sáttanefndabóka og málþings um störf sáttanefnda á Íslandi í húsakynnum sínum á Skagaströnd laugardaginn 29. júní. Setrið hefur frá árinu 2019, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, unnið að gerð opins veflægs gagnagrunns yfir allar varðveittar sáttabækur frá stofnun sáttanefnda hér á landi árið 1798 til ársins 1936.
Meira

Nesi vann Hard Wok háforgjafarmótið sem fram fór í gær

Þriðja Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær í frábæru golfveðir. Skorið í þessu móti sem og hinum tveimur var frábært og margir að spila virkilega vel. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna. 
Meira

Nýtt og betra fyrirkomulag grásleppuveiða | Teitur Björn Einarsson skrifar

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um breytt fyrirkomulag veiðistjórnunar á grásleppu. Það er fagnaðarefni að þingheimur skuli loksins hafa afgreitt og leitt í lög þetta framfaraskref við veiðar á grásleppu en frumvörp sama efnis höfðu áður verið lögð fram á síðustu þingum en ekki náðst samstaða um að klára málið fyrr en nú.
Meira

Námskeið í „No dig/No till“ aðferð í ræktun í Víðihlíð í Húnaþingi vestra þann 1. júlí

Hjónin Þórunn MJH Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson hafa stundað öfluga hvítlauksræktun að Neðri-Brekku í Dalabyggð í nokkur ár en nú vilja þau deila reynslu sinni með áhugasömum á námskeiði sem haldið verður í Víðihlíð, Húnaþingi vestra, mánudaginn 1. júlí kl. 16:00. Þau eru frumkvöðlar í svokallaðri „No dig/No till“ aðferð í ræktun hérlendis og hafa kynnt sér aðferðafræðina bæði í orði og á borði. Aðferðin er einnig kennd við „lagsagna“ en þar sér náttúran sjálf um ræktunarvinnuna í hverju lagi fyrir sig. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðið og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á netfangið  hlediss@gmail.com eða skrá sig á viðkomandi viðburð á facebook. 
Meira