Húnabyggð rekin með 68,3 milljóna tapi í fyrra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
14.06.2024
kl. 09.30
Á fréttaveitunni huni.is segir að Húnabyggð var rekið með 68,3 milljón króna tapi árið 2023. Árið var fyrsta heila árið sem sveitarfélagið er rekið fjárhagslega sem eitt sveitarfélag. Fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir um 43 milljón króna hagnaði. Mismunurinn skýrist að stærstum hluta í reiknuðum stærðum sem sveitarfélagið hefur lítil áhrif á, að því er segir í bókun sveitarstjórnar á fundi hennar þann 11. júní þar sem ársreikningur sveitarfélagsins var samþykktur.
Meira