Rabb-a-babb 192: Sunna Gylfa
Nafn: Sunna Gylfadóttir.
Árgangur: 1990.
Fjölskylduhagir: Gift með einn krakka.
Búseta: Sauðárkrókur.
Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Gylfa hjá FISK og Bobbu í Landsbankanum. Alin upp á Skagaströnd.
Starf / nám: Deildarstjóri stærðfræði- og raungreina hjá FNV ásamt því að kenna stærðfræði og ýmislegt annað tilfallandi.
Hvað er í deiglunni: Covid-19 sýnist mér.
Rabbið:
Hvernig nemandi varstu? Fyrirmyndarnemandi. Enda kom ég aftur í FNV, hefði ekki þorað því annars.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar við krakkarnir fórum saman í göngutúr um kvöldið í sparifötunum og ræddum um gjafirnar okkar og daginn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Verkfræðingur og húðflúrari. Það gekk ekki eftir.
Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég held ég hafi leikið mest með playmo.
Besti ilmurinn? Hvítlaukur og kóríander.
Hvar og hvenær sástu núverandi maka þinn fyrst? Ég mætti óboðin í party heima hjá honum. Hafði reyndar séð hann eitthvað í skólanum áður.
Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Beyoncé og Rihanna voru vinsælar. Annars hlustuðum við vinkonurnar á öll lög sem við gátum öskursungið með á rúntinum.
Hvernig slakarðu á? Ég fer fer út að hlaupa eða í jóga. Ertu ekki annars að tala um hvernig ég slaka á í hausnum?
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ég horfi voða lítið á línulega dagskrá, þessa dagana er ég að horfa á Lucifer á Netflix.
Besta bíómyndin? Besta bíómyndin er Joe Dirt og ég hef ekki hugmynd um hvers vegna.
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Umberto Granaglia.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er nokkuð viss um að ég sé besti dansarinn á mínu heimili. En það þýðir samt ekki að ég sé góð.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Ég geri rosa góðar sósur.
Hættulegasta helgarnammið? Bjór.
Hvernig er eggið best? Bara beint úr hænunni.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég er frekar mikið know-it-all.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Þegar þeir eru know-it-all.
Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „Nei góði minn, ef ég ætla að gera eitthvað, þá geri ég það STRAX!" – Mía litla
Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar pabbi minn losaði sauma úr kinninni á mér með vasahníf.
Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Ég myndi vera David Attenborough og athuga hvort að nemendurnir mínir myndu frekar nenna að hlusta á mig þá.
Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Ég er hrifin af Ragnari Jónassyni því ég get ekki lagt bækurnar hans frá mér.
Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Það er í sjálfu sér ekkert mál.” Þegar ég vil hljóma gáfulega.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Ömmu Hönnu, Ömmu Doddý og Ömmu Erlu. Afþví að ég sakna þeirra og ég held það yrði frábært kvöld. Þær myndu sjá um eldamennskuna.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara til ársins 2009 og segja sjálfri mér að það sé ekki kúl að skrifa status á Facebook um allt sem þú gerir.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Líf í Excel-skjali.
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...Ef það væri ekki þetta covid-ástand þá færi ég til Florida að heimsækja systur mína.
Bucket list spurningin: Nefndu eitthvað þrennt sem þér finnst þú mega til að gera áður en þú gefur upp öndina: Flytja til útlanda, fara í fallhlífarstökk, hætta á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.